Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2021 | 10:00

Evróputúrinn: Kristoffer Broberg sigraði á Dutch Open

Það var sænski kylfingurinn Kristoffer Broberg, sem stóð uppi sem sigurvegari í móti vikunnar á Evróputúrnum, Opna hollenska (ens. Dutch Open).

Mótið fór fram dagana 16.-19. september í Bernardus Golf, Cromvoirt, Hollandi.

Broberg lék á samtals 23 undir pari, 265 höggum (68 64 61 72).

Í 2. sæti varð Þjóðverjinn Matthias Schmid (20 undir pari) og í því 3. spænski kylfingurinn Alejandro Cañizares (18 undir pari).

Sjá má lokastöðuna á Dutch Open með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Kristoffer Broberg