Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Becky Larson og Jenny Murdock – 20. september 2020

Afmæliskylfingar dagsins eru þær Becky Larson og Jenny Murdock.

Becky Larson er fædd 20. september 1961 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Larson spilaði á LPGA og var nýliðaár hennar 1985. Áður en hún komst á LPGA spilaði hún á  Futures smámótaröðinni þar sem hún sigraði árið 1984 á  Springlake Invitational mótinu og  1984 Alabama Open.Hún útskrifaðist frá Louisiana State University árið 1983 með gráðu í viðskiptafræði (ens. Business Administration).  Áður en hún gerðist atvinnumaður átti Larson glæstan áhugamannaferil varð m.a. í 1. sæti á South Dakota State Junior Championship 4 ár í röð (1976-1979). Hún sigraði einnig í South Dakota Women’s Amateur Championship fjögur ár í röð (1978-1981).

Jenny Murdock er fædd 20. september 1971 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Hún er þjálfari kvennaliðs við Second Babtist School í Texas

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Marty Schiene, 20. september 1958 (63 ára); Becky Larson, 20. september 1961 (60 ára MERKISAFMÆLI!!!); Jenny Murdock, 20. september 1971 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Chad Collins, 20. september 1978 (43 ára – spilaði á PGA Tour); Adam Örn Jóhannsson, 20. september 1980 (41 árs) … og …

Golf 1 óskar öllum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is