Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2021 | 14:00

Ryder Cup 2021: Fyrirliðarnir gefa vísbendingar um hugsanlegar paranir

Fyrirliðarnir Padraig Harrington og Steve Stricker gáfu vissar vísbendingar um mögulega pörun leikmanna sinna í  43. Ryder bikarskeppninni, ef draga á einhverjar ályktanir af því hvaða kylfingar æfðu saman á Whistling Straits.

Evrópumegin voru saman í hóp: nr. 1 á heimslistanum Jon Rahm, Shane Lowry, Tommy Fleetwood og Tyrrell Hatton.Fleetwood vantar nýjan spilafélaga, eftir að Francesco Molinari tókst ekki að komast í liðið. Hugsanlegt er að Rahm verði paraður með vini Harrington, Lowry og nýi spilafélagi Fleetwood verði því Hatton. Ekki er þó víst að þeir eigi skap saman.

Paul Casey, Bernd Wiesberger, Matt Fitzpatrick og Ian Poulter var annar ráshópurinn sem fór út, en Poulter verður kannski paraður neð nýliðanum Wiesberger, til þes að miðla honum af reynslu sinni. Það þýðir að Casey/Fitzpatrick sé hugsanleg tvennd.

Í lokahópnum var enn annar nýlíði, Norðmaðurinn Viktor Hovland, umkringdur reynsluboltunum Rory McIlroy, Lee Westwood og Sergio Garcia.Hér þykja líklegar paranir McIlroy/Garcia og að nýliðinn Hovland verði paraður með gamla refnum Westwood.

____________

Bandaríkjamegin,virðast a.m.k 3 sterk pör vera til staðar þrátt fyrir að helmingur liðsins séu nýliðar.

Stricker og menn hans ætla að sjálfsögðu að endurheimta bikarinn, sem tapaðist í París árið 2018.

Jordan Spieth, Justin Thomas, Bryson DeChambeau og Scottie Scheffler æfðu saman í gær, en Spieth og Thomas hafa átt farsælt samstarf frá 2018 og eiga góðan sjéns til þess á heimavelli.

Að finna félaga fyrir DeChambeau lítur út fyrir að vera erfitt verkefni, en hugsanlega verður hann paraður með nýliðanum Scheffler þó sá hafi verið að meðaltali slegið meira en 300 metra af teig á PGA mótaröðinni á síðustu leiktíð (og þarf í raun ekki að bæta upp DeChambeau hvað lengd varðar).

Patrick Cantlay, Xander Schauffele, Dustin Johnson og Collin Morikawa var annar æfingarhópur liðs Bandaríkjanna sem fór út, en fastlega er reiknað með að  Cantlay og Schauffele spili saman eins og þeir gerðu í Forsetabikarnum.

Í síðasta hópnum Bandaríkjamegin voru síðan Daniel Berger, Harris English, Tony Finau og Brooks Koepka, en Finau/Koepka hafa leikið tvisvar saman áður í París.