Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2021 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Tumi Hrafn & félagar sigruðu á EKU Intercollegiate!!! Flottur!!!

Tumi Hrafn Kúld, GA og félagar í Western Carolina háskólanum tóku þátt Í EKU Intercollegiate Championship, sem fram fór 3.-4. september sl.

Spilað var í Arlington á heimavelli (Ragnhildar Kristinsdóttur) í EKU, þ.e. í Richmond, Kentucky.

Tumi Hrafn lék á samtals 3 yfir pari, 213 höggum (73 70 70) og varð T-22 í einstaklingskeppninni.

Hans var auðvitað getið í umfjöllun um mótið á skólavefnum – Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Lið Tuma, Western Carolina University sigraði í liðakeppninni, sem var glæsilegt!!!

Sjá má lokastöðuna í EKU Intercollegiate Championship með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Tumi Hrafn Kúld ásamt félögum í sigurliði Western Carolina. Tumi er fyrir miðju myndarinnar. Mynd: WCU