Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2021 | 07:00

Ryder Cup 2021: Graeme McDowell: „Ég er nógu góður til að spila í öðrum Ryder“

Graeme McDowell hefur þegar lýst yfir áhuga á að verða fyrirliði Ryder bikarsins, en fyrrum meistari Opna bandaríska hefir ekki gefið upp vonina um að fá að spila í 5. Ryder bikars keppni.

McDowell gaf út á BMW PGA meistaramótinu að hann langaði mjög til að vera fyrirliði Evrópu í Rydernum, sem þá fer fram í Adare Manor árið 2027, en þá verður hann 48 ára gamall.

Norður -Írinn telur að þátttaka hans í tilraun liðs Evrópu í Whistling Straits, að halda bikarnum í Evrópu , muni ýta undir löngun hans um að komast í Ryder liðið, sem keppir í Róm árið 2023, þá eftir fjögurra ára fjarveru.

Þetta hefur verið skrýtið,“ sagði McDowell. „Þegar ég sigraði á Saudi International árið 2020 og ég var farinn að spila vel, þá var ég í miklu stuði og það glæddi draum minn um að spila Ryder bikarnum aftur.“

En við höfum augljóslega haft hlé og eftir það hafa þetta verið 15 mánuðir í helvíti fyrir mig. Ég hef bara alls ekki spilað vel.

En þetta hellir bara olíu á eldinn. Ég mun fara til Whistling Straits vitandi að ég get enn keppt  Ég verð að trúa því annars þýðir ekkert að vera hérna úti. Ég hef eytt síðustu tveimur mánuðum að reyna að hjálpa mér að skilja að ég er nógu góður til að vera hérna úti og spila með öðru Ryder bikarliði.“

Það er engin ástæða til að halda annað. Horfið á Lee Westwood, Ian Poulter, Phil Mickelson. Það hefir verið lítið um meiðsl á ferli mínum – ég hef verið með smá framhandleggsvandamál síðustu tvo mánuði – en það eina það sem heldur aftur af mér eru hugsanirnar.“

(Hugsanir manns) þvælast fyrir sjálfum manni. Maður sérð þessa ungu krakka hérna úti slá með sprengikrafti og maður hugsar, „ég er ekki nógu góður lengur „.

Þú verður að byrja að segja aðra sögu og mín er sú að ég er að reyna að koma mér í liðið eftir tvö ár og ég mun vera á Whistling Straits og reyna að soga að mér orkuna eins mikið og ég get.

McDowell er varafyrirliði Padráig Harrington og var einnig varafyrirliði undir stjórn Thomas Björns í París árið 2018 og þakkar reynslunni sem hann hefir fengið fyrir að kveikja áhuga sinn á að verða sjálfur fyrirliði í framtíðinni.

Þetta var í fyrsta skipti (í París) sem ég kom að málum bakvið tjöldin og fékk reynslu um hvað þarf til, til þess að ná 12 náungum saman, ná réttu „efnafræðinni“, pörununum, skapa rétt umvherfi fyrir þá, sjá um skilaboð á öllum samskiptastigum,“ bætti McDowell við.

Við teljum okkur vita hvernig strákarnir eru í keppni, vegna þess að maður sér þá þarna úti og sér þá í sjónvarpinu en þeir geta verið allt öðruvísi fólk utan keppnanna, en maður ímyndar sér.“

Það má taka Poults ( Ian Poulter) sem dæmi. . Ef hann kemst í liðið, með hverjum pararðu hann? Það eru vissir kylfingar sem hann vinnur vel með, en það eru vissir kylfingar, sem vilja ekki spila með honum, því hann á það til að slá sér á brjóst og „brjálast“ í keppni.“

Ég meina þetta á best mögulegan hátt. Það eru ekki allir kylfingar sem vilja þetta. Þetta er frábært, en virkar ekki fyrir alla.

Þetta (vinnan sem ég vinn)  er rannsókn á fólki og atvinnumenn í íþróttum eru mjög skrítið fólk. Það þarf alls konar fólk í liðið og það er það sem við erum að vinna í og þetta er virkilega áhugavert og flott, satt best að segja.