Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: seth@golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2021 | 10:05

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst varð T-20 á Hopps Open

Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt í móti sl. viku á Áskorendamótaröð Evrópu þeir: Andri Þór Björnsson, Haraldur Franklín Magnús, Bjarki Pétursson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Hopps Open de Provence.

Skemmst er frá því að segja að tveir fyrstnefndu kylfingarnir komust ekki í gegnum niðurskurð en Bjarki og Guðmundur Ágúst spiluðu um helgina.

Mótið fór fram 16.-19. september 2021 í Golf International de Pont Royal, Mallemort, Frakklandi.

Guðmundur Ágúst endaði T-20, lék á samtals 9 undir pari, 279 höggum (69 67 73 70).

Bjarni varð T-48, lék á samtals 3 undir pari, 285 höggum (69 70 68 78).

Sjá má lokastöðuna á Hopps Open með því að SMELLA HÉR: