Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2021 | 16:13

Ryder Cup 2021: Bandaríkin 3 – Evrópa 1

Nú er fjórmenningnum fyrir hádegi lokið í 43. Ryder bikars keppninni. Bandaríkjamenn rúlluðu yfir lið Evrópu – aðeins spænska tvenndin Rahm/Garcia hélt haus. Úrslit fyrir hádegi í fjórmenningnum er eftirfarandi:(sigurvegarar feitletraðir): 1 Jordan Spieth & Justin Thomas g. Jon Rahm & Sergio Garcia 3&1 2 Dustin Johnson & Collin Morikawa g. Viktor Hovland & Paul Casey 3&2 3 Daniel Berger & Brooks Koepka g. Matt Fitzpatrick & Lee Westwood 2&1 4 Xander Schauffele & Patrick Cantlay g. Rory McIlroy & Ian Poulter

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir – 24. september 2021

Það er Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir klúbbmeistari kvenna í GHR (Golfklúbbnum á Hellu) m.a. 2019, 2017, 2016 og 2014, sem er afmæliskylfingur dagsins. Katrín er fædd 24. september 1961 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Katrín hefir gegnt ýmsum stjórnarstörfum fyrir GHR og er núverandi ritari klúbbsins. Hún er gift formanni klúbbsins Óskari Pálssyni og á 3 börn þ.á.m. afrekskylfinginn Andra Má. Á þeim tæp tíu árum sem Golf 1 hefir verið starfandi hefir verið tekin fjöldi viðtala, sem stendur um 600 víð íslenska sem erlenda kylfinga og var viðtal Golf 1 við Katrínu Björg eitt af því fyrsta og má sjá með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2021 | 09:00

Ryder Cup 2021: Harrington lofar að fá sér húðflúr – sigri lið Evrópu

Fyrirliði liðs Evrópu í Ryder bikarnum, Pádraig Harrington hefir lofað liðsmönnum sínum að fá sér húðflúr (ens. tattoo) sigri lið hans lið Bandaríkjanna. Þar með ætlar hann að feta í fótspor Thomas Björn, fyrirliða sigurliðs Evrópu í París 2018 fyrir 3 árum og virðist nú vera komin hefð fyrir að fyrirliðar liðs Evrópu fái sér sigurtattoo. Björn lét tatóvera sigurskorið á sig. Harrington er ekki með nein tattoo á þessu stigi og sagðist ekki vilja gefa upp staðinn sem hann hyggst láta tattóvera sig á. Harrington sagði m.a.: „: „Ég er ánægður með að þetta er það eina, sem þeir biðja um, en ég hefði gefið svo miklu meira. Ég Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2021 | 08:52

Bandaríska háskólagolfið: Kristín Sól varð í 28. sæti á Golden Bear Classic

Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM, og lið hennar í Rodger State University tók þátt í Golden Bear Classic mótinu. Mótið fór fram í Maplewood, Minnesota dagana 20.-21. september. Þátttakendur voru 57 frá 9 háskólum. Kristín Sól lék á samtals 24 yfir pari, 168 höggum (81 87). Sjá má umfjöllun um mótið á heimasíðu Rodger State – Sjá með því að SMELLA HÉR:  Sjá má lokastöðuna á Golden Bear Classic með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Kristínar Sól og Rodger State er í Edmond, Oklahoma,  4. október n.k.  

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2021 | 08:25

Bandaríska háskólagolfið: Arna Rún & félagar urðu í 4. sæti á UIndy Fall Invite

Arna Rún Kristjánsdóttir, GM og lið hennar í Grand Valley State University tóku þátt í UIndy Fall Invitational. Þátttakendur voru 84 frá 14 háskólum. Arna Rún lék á samtals 36 yfir pari, 252 höggum (84 86 82) og varð í 60. sæti í einstaklingskeppninni. Í liðakeppninni varð lið GVSU í 4. sæti. Sjá má lokastöðuna á UIndy Fall Invitational með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót GVSU er 25. september í Michigan.

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2021 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Dagbjartur varð T-11 á Husky Indiv. Invitational

Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, tók þátt í Husky Individual Invitational. Mótið fór fram dagana 20.-21. september sl. á Cascade vellinum í Bremerton, Washington. Þátttakendur voru 45 frá 9 háskólum. Dagbjartur varð T-11, lék á samtals 4 undir pari, 212 höggum (71 72 69). Sjá má lokastöðuna á Husky Individual Invitational með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Dagbjarts hefst 2. október n.k. í Illinois.

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2021 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur best í liði EKU á Mercedes Benz Coll Championship

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, og félagar í Eastern Kentucky University (EKU) tóku þátt í Mercedes Benz Collegiate Championship, dagana 20.-21. september sl. Mótið fór fram í Knoxville, Tennessee. Þátttakendur voru 90 frá 16 háskólum. Ragnhildur stóð sig best af liðsfélögum sínum í EKU varð T-44, lék á samtals 9 yfir pari, 222 höggum (73 75 74). Lið EKU landaði 16. og lokasætinu í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Mercedes Benz Collegiate Championship með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Ragnhildar og félaga er 27.-29. september n.k.

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2021 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Andrea gerir það gott með CSU

Andrea Bergsdóttir, GKG og félagar hennar í Colorado State University hafa spilað í 2 mótum það sem af er 2021-2022 keppnistímabilinu í bandaríska háskólagolfinu. Fyrra mótið var Branch Law Firm/Dick McGuire Invite, sem fram fór í Albuquerque, New Mexico, dagana 13.-14. september sl.  Þátttakendur voru 93 frá 16 háskólum. Þar stóð Andrea sig best af liðsfélögum sínum endaði í 21. sæti, með skor upp á samtals 3 yfir pari, 219 högg (72 75 72). Sjá má lokastöðuna í Branch Law Firm/Dick McGuire Invite men því að SMELLA HÉR:  Farið var lofsamlegum orðum um Andreu á heimasíðu CSU – Sjá með því að SMELLA HÉR:  Í næsta móti gekk Andreu ekki Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2021 | 06:00

Ryder Cup 2021: Keppnin hefst í hádeginu í dag! – Fylgist með HÉR

Ryder bikars keppnin nr. 43 hefst í dag og stendur í 3 daga, 24.-26. september 2021. Mótsstaður er Whistling Straits í Kohler, Wisconsin. Í fjórmenningsleikjum föstudagsmorguninn eru paranirnar eftirfarandi: Justin Thomas og Jordan Spieth g. Jon Rahm og Sergio Garcia Dustin Johnson og Collin Morikawa g. Paul Casey og Victor Hovland Brooks Koepka og Daniel Berger g. Lee Westwood og Matthew Fitzpatrick Patrick Cantlay og Xander Schauffele g. Rory McIlroy og Shane Lowry Golf 1 spáir því að staðan verði 2:2 eftir föstudags fjórmenninginn. Fylgjast má með gangi mála á skortöflu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Lilja G. Gunnarsdóttir – 23. september 2021

Afmæliskylfingur dagsins er fædd 23. september 1967 og á því 54 ára afmæli í dag. Margt stórkylfinga er í kringum hana. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Lilju til hamingju með afmælið Innilega til hamingju með afmælið, Lilja! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Rodney Pampling, 23. september 1969 (52 ára), Stacy Prammanasudh,(W-7 módel) 23. september 1979 (42 ára); Inga María Björgvinsdóttir, 23. september 1997 (24 ára) …. og …. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem Lesa meira