Stelpurnar þeirra Heiðars Davíðs og Árna Jóns (Árni er á myndinni með Íslandsmeisturunum)
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Árni Sævar Jónsson – 20. apríl 2013

Það er Árni Sævar Jónsson, golfkennari, sem er afmæliskylfingur dagsins. Árni er fæddur 20. apríl 1943 og á því 70 ára stórafmæli í dag!!! Árni er einn af okkar albestu golfkennurum en hann hefir kennt mörgum kylfingnum í gegnum tíðina, einkum á Akureyri en líka hjá GKJ þegar hann var í Mosfellsbæ um tíma. Á síðustu árum hefir Árni einkum kennt á Dalvík og eftir að hann kom þangað lét árangurinn ekki á sér standa en telpnasveit GHD hafnaði í 1. sæti í sveitakeppni GSÍ 2011, sem hafði aldrei áður gerst. Telpnasveit GHD 2011, með Árna Jónsson sem þjálfara, eru  fyrstu  (og sem stendur einu) Íslandsmeistarar sem GHD hefur eignast í sveitakeppni.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tom Morris Jr. 20.apríl 1851-d. 1881; John Gerard Senden, 20. apríl 1971 (42 ára) …. og …..

F. 20. apríl 1962

F. 20. apríl 1962

Karlotta Einarsdóttir

F. 20. apríl 1984 (29  ára)

Hrönn Kristjánsdóttir

F. 20 .april

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is