Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2013 | 02:00

LPGA: Pettersen vann Lotte-mótið

Það var „norska frænka okkar“ Suzann Pettersen sem sigraði nú rétt í þessu á LPGA Lotte Championship mótinu, sem farið hefir fram á Ko Olina golfvellinum á Hawaii undanfarna 4 daga.

Eftir hefðbundnar 72 holu spil var allt jafnt milli Pettersen og hinnar mexíkönsk/bandarísku Lizette Salas, sem enn á eftir að krækja sér í fyrsta sigur sinn á LPGA, en hún var nýliði á mótaröðinni í fyrra.

Lizette Salas átti glæsilokahring upp á 62 högg og varð jöfn Suzann Pettersen, sem síðan hafði betur í bráðabana á 1. holu.

Lizette Salas átti glæsilokahring upp á 62 högg og varð jöfn Suzann Pettersen, sem síðan hafði betur í bráðabana á 1. holu. Hér er hún að ráðfæra sig við kylfusvein sinn. 

Pettersen var búin að spila á samtals 19 undir pari, 269 höggum (65 69 68 67) sem sagt jafnt og gott golf og búin að vera forystu mestallt mótið.  Lizette var sömuleiðis á 19 undir pari, 269 höggum samtals og var því að þakka glæsilokahring hennar upp á 10 undir pari!!! 62 högg, sem er vallarmet á Ko Olina.

Það varð því að fara fram bráðabani milli þeirra tveggja og í honum sigraði Pettersen strax á 1. holu – var með par, 4  högg meðan bolti Lizette lenti í vatnshindrun og hún varð að sætta sig við skramba  6 högg.

Í 3. sæti varð hin unga thaílenska Ariya Jutanugarn, sem nú bætir enn einni rósinni í hnappagatið á nýliðaári sínu á „stóru mótaröðum“ kvennagolfsins.

Áhugamaðurinn ungi Lydia Ko, 15 ára, átti góðan endasprett kláraði mótið með hring upp á 6 undir pari, 66 höggum! og varð á topp 10 meðal allra helstu kvenatvinnukylfinga heims eða T-9, 9.  sætinu sem hún deildi með 5 öðrum kylfingum þ.á.m. fv. nr. 1 á heimslistanum Stacy Lewis.

Til þess að sjá lokastöðuna á LPGA Lotte Championship SMELLIÐ HÉR: