Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2013 | 01:30

PGA: Hoffman leiðir á RBC

Fyrir lokadag RBC Heritage í Suður-Karólínu er það bandaríski kylfingurinn Charley Hoffman, sem tekið hefir forystuna einn.

Hoffman er samtals búinn að spila á 11 undir pari, 202 högggum (66 70 66) og hefir 2 högga forystu á þann sem næstur kemur; Webb Simpson.

Í 3. sæti er síðan Kevin Streelman á samtals 8 undir pari og 4. sætinu deila þeir Brendon de Jonge og Graeme McDowell á samtals 7 undir pari, hvor.

Í 6. sæti eru 8 kylfingar; allir á samtals 6 undir pari, hver; þ.á.m. eru Camilo Villegas og Ryo Ishikawa og í 14. sæti eru 6 kylfingar allir á samtals 5 undir pari hver en þ.á.m. eru Jim Furyk og Luke Donald.

Til þess að sjá stöðuna í heild eftir 3. dag RBC Heritage SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. hrings á RBC Heritage SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 3. dags sem Charley Hoffman átti SMELLIÐ HÉR: