Marc Warren
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2013 | 19:45

Evróputúrinn: Skotar efstir á Spáni

Eftir 3. hring á Open de España er það Skotinn Marc Warren sem leiðir.

Warren er búinn að spila á samtals 8 undir pari, 208 höggum (70 70 68).

Í 2. sæti er landi Warren, Craig Lee,  en hann sem samtals búinn að leika á 6 undir pari, 210 höggum (69 71 70).

Þriðja sæti deila Englendingarnir David Horsey og Paul Waring, á samtals 5 undir pari hvor og fimmta sætinu deila 4 kylfingar þ.á.m. forystumaður gærdagsins, Bandaríkjamaðurinn Peter Uihlein, en allir eru þessir í 5. sætinu búnir að spila á samtals 4 undir pari, hver.

Til þess að sjá stöðuna á Open de España eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: