Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2013 | 08:00

Skráning hafin í Golfskálamótið

Þá er búið að negla niður hið árlega Opna Golfskálamót. Mótið fer fram hjá GKJ laugardaginn 29.júní. Eins og á síðasta ári þá er leikformið betri bolti, tveir og tveir saman í liði. Síðustu tvö ár hafa vel yfir 200 manns tekið þátt og uppselt bæði árin. Þeir sem hafa áhuga ættu því að skrá sig tímanlega, en skráning er hafin á golf.is SKRÁ SIG HÉR  

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2013 | 02:30

PGA: Guan í gegnum niðurskurð

Kínverski undrastrákurinn Guan Tianlang, komst í gegnum niðurskurð á Zurich Classic, í gær, en hann er sá yngsti til þess að spila í the Masters risamótinu og sá yngsti til þess að ná niðurskurði þar! Líkt og á Masters risamótinu rétt slapp Guan í gegn en niðurskurður var miðaður við samtals 3 undir pari og Guan var einmitt á samtals 3 undir pari!!! Guan er búinn að spila á samtals 141 höggi (72 69). Þetta er glæsilegur árangur 14 ára stráks, sem slær við köppum á borð við Robert Karlsson, Jasper Parnevik, Ross Fisher, risamótssigurvegaranum Keegan Bradley og kólombíska kóngulóarkyntröllinu Camilo Villegas, en allir framangreindir reynsluboltar komust ekki í gegnum niðurskurð. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2013 | 02:00

PGA: Glover efstur á Zurich Classic

Á fimmtudaginn hófst á TPC Louisiana vellinum, Zurich Classic at New Orleans mótið  í Avondale, Louisiana, en mótið er hluti af PGA mótaröðinni bandarísku. Eftir 2. dag mótsins er það Lucas Glover sem leiðir á samtals 12 undir pari, 132 höggum (65 67). Í 2. sæti á 11 undir pari er Boo Weekly, en hann er búin að leika á samtals 11 undir pari, 133 höggum (65 68). Og í þriðja sæti er DA Points á samtals 10 undir pari og svo er Morgan Hoffmann í 4. sæti á samtals 9 undir pari. Loks er það Ernie Els sem vermir 5. sætið á samtals 8 undir pari Justin Rose er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2013 | 20:45

LPGA: Masson leiðir í Texas

Í gær hófst í Las Colinas Country Club í Irving, Texas, North Texas LPGA Shootout. Það er hin þýska Caroline Masson sem leiðir eftir 1. dag á glæsilegu skori, 7 undir pari, 64 höggum!!! Á hringnum fékk Masson 7 fugla og 11 pör. Kylfingur nr. 1 í Evrópu á síðasta ári í kvennagolfinu, hin spænska Carlota Ciganda var í 2. sæti,2 höggum á eftir Caroline. Annar hringur er þegar hafinn. Til þess að fylgjast með stöðunni á North Texas LPGA Shootout SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2013 | 20:30

Evróputúrinn: Ormsby og Vongvanij leiða á Ballantines í Kóreu

Það eru Ástralinn Wade Ormsby og Thaílendingurinn Arnond Vongvanij sem leiða þegar Ballantine´s Open er hálfnað í Icheon í Suður-Kóreu. Báðir hafa leikið á 7 undir pari, 137 höggum; Ormsby (70 67) og Vongvanij (68 69). Þrír kylfingar deila 3. sætinu: Jbe Kruger frá Suður-Afríku, Svíinn Alexander Noren og Englendingurinn James Morrison, á 6 undir pari. Leik var frestað í dag vegna myrkurs og eiga örfáir eftir að klára 2. hring. Nokkuð ljóst er hins vegar að t.a.m. Daninn Thomas Björn og landi hans Andreas Hartö verða á meðal þeirra sem ekki komast í gegnum niðurskurð að þessu sinni. Til þess að sjá stöðuna á Ballantine´s Open eftir 2. keppnisdag SMELLIÐ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2013 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Laufey Sigurðardóttir – 26. apríl 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Laufey Sigurðardóttir, GO. Laufey er fædd 26. apríl 1967 og á því 46 ára afmæli í dag Laufey hefir tekið þátt í mörgum innanfélagsmótum, m.a. púttmótum hjá GO sem opnum mótum og staðið sig vel. Hún er í stjórn Golfklúbbsins Odds. Hún var svo heppin að finna golfbolta í afmælisleik Hótel Sögu s.l. sumar Sjá frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: Laufey er gift Bjarka Sigurðssyni og eiga þau synina Sigurð Björn og Arnór Inga. Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Laufey Sigurðardóttir Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2013 | 09:00

Golfreglur: Lausung

Nú þegar golftímabilið fer að hefjast og kylfingar landsins streyma á golfvellina, sem fara að opna hver á fætur öðrum í næsta mánuði þá er e.t.v. rétt að rifja upp golfreglurnar. Það verður gert hér á Golf1 í raunhæfum dæmum, sem kylfingar geta glímt við en svörin eru jafnframt gefin upp við hverri spurningu. Raunhæft dæmi: Leikmaður tekur þátt í höggleikskeppni. Hann slær bolta sínum í sandglompu. Bananahýði liggur í sandglompunni og truflar sveiflu leikmanns við að leika bolta úr glompunni.  Hann tekur því upp hýðið og hendir því úr glompunni. Hvernig dæmist? A. Þetta er vítalaust. B. Leikmaðurinn fær 1 högg í víti. C. Leikmaðurinn fær almennt 2 högga Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2013 | 08:00

Mömmu GMac bjargað af strandverði

Mömmu Graeme Dowell var bjargað af strandverði þegar hún var í Harbour Town, Suður-Karólínu að fylgjast með syni sínum á RBC Heritage mótinu, sem hann sigraði síðan á um s.l. helgi. Scott Ohlson hét strandvörðurinn sem svaraði kallinu, sem sagði honum að kona að nafni Marion McDowell hefði verið saknað í 3 tíma, en þetta var 3 dögum fyrir mótið.  Komið var fram á kvöld. Scott keyrði síðan fram á konu sem virtist týnd og sagðist ekki finna húsið sem sonur hennar hefði tekið á leigu í Harbour Town;  það var orðið niðadimmt og það eina sem hún vissi var að það væri 38 í húsnúmerinu. Húsin í Harbour Town Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2013 | 07:15

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór lauk leik í 4. sæti á Southland Conference!

Andri Þór Björnsson, GR og „The Geaux Colonels“, golflið Nicholls State, tóku þátt í  Southland Conference Championship, en mótið fór fram dagana 22.-24. apríl. Leikið var  á Dye golfvelli Stonebridge Ranch Country Club í McKinney, Texas og þátttakendur eru 40 frá 8 háskólum. Andri Þór lauk keppni á samtals 10 yfir pari, 226 höggum (80 74 72) og var á besta skorinu í sínu liði. Nicholls State hafnaði í 7. sæti í liðakeppninni. Sjá má úrslitin á SCC (Southland Conference Championship) með því að  SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2013 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra og Texas State luku leik í 3. sæti á WAC

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og „The Bobcats“ golflið Texas State kepptu dagana 22.-24. á WAC Women´s Golf Championship. Mótið fór fram í Long Bow golfklúbbnum í Mesa, Texas. Þátttakendur voru 35 frá 7 háskólum. Valdís Þóra lauk leik á samtals 10 yfir pari, 227 höggum (79 75 72)  spilaði betur með hverjum hringnum og var á 3. besta skori í liði sínu. Valdís Þóra varð í 12. sæti í einstaklingskeppninni og Texas State í 3. sæi í liðakeppninni og taldi skor Valdísar Þóru. Sjá má úrslitin á WAC Women´s Golf Championship með því að SMELLA HÉR: