Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2013 | 16:15

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi og Belmont luku leik í 3. sæti á Conference of Carolinas Championship

Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2011, Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og golflið Belmont Abbey tóku þátt í Conference of Carolinas Championship. Mótið fór fram í Burlington, Norður-Karólínu, dagana 20.-22. apríl 2013.

Arnór Ingi lék á samtals 6 yfir pari, 222 höggum (74 70 78) og varð í 13. sæti í einstaklingskeppninni, sem hann deildi með Christopher Baker frá Queens háskólanum, sem unnu liðakeppnina.

Golflið Belmont Abbey náði þeim glæsilega árangri að landa 3. sætinu í liðakeppninni og taldi skor Arnórs Inga, sem var á 3. besta skorinu í liði sínu.

Til þess að sjá úrslitin á Conference of Carolinas Championship SMELLIÐ HÉR: