Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2013 | 04:00

PGA: Ricky Barnes leiðir eftir 1. dag Zurich Classic

Í gær hófst á TPC Louisiana vellinum, Zurich Classic at New Orleans mótið  í Avondale, Louisiana, en mótið er hluti af PGA mótaröðinni bandarísku.

Í efsta sæti eftir 1. dag mótsins er Ricky Barnes, en hann lék á 8 undir pari, 64 höggum; fékk 1 örn, 7 fugla, 9 pör og 1 skolla.

Aðeins 1 höggi á eftir Barnes, í 2. sæti eru bandarísku kylfingarnir Lucas Glover og Boo Weekly.

Fjórða sætinu deila síðan landar þeirra Morgan Hoffman og DA Points á 6 undir pari, 66 höggum, hvor.

Í 6. sæti er síðan hópur 10 kylfinga, m.a. Ernie Els og Rickie Fowler á 5 undir pari, 65 höggum, hver.

Til þess að sjá stöðuna á Zurich Classic eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að hápunkta frá 1. degi Zurich Classic SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg dagsins á Zurich Classic SMELLIÐ HÉR: