Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2013 | 20:30

Golfreglur: Óhreyfanleg hindrun

Nú þegar golftímabilið fer að hefjast og kylfingar landsins streyma á golfvellina, sem fara að opna hver á fætur öðrum í næsta mánuði þá er e.t.v. rétt að rifja upp golfreglurnar.

Það verður gert hér á Golf1 í raunhæfum dæmum, sem kylfingar geta glímt við en svörin eru jafnframt gefin upp við hverri spurningu.

Raunhæft dæmi: 

Í höggleikskeppni, getur keppandi ekki staðið við bolta sinn vegna truflunar af óhreyfanlegri hindrun, sem boltinn hefir lent við þannig að keppandinn á rétt á lausn skv. reglu 24-2.  Hann ákveður að næsta stað lausnar með 5-járni sínu þar sem hann ætlar að leika næsta högg með þeirri kylfu og droppar boltanum innan 1 kylfulengdar, sem mæld var með  5-járninu. Boltinn lendir í karga og keppandinn skiptir um skoðun og ákveður að leika næsta högg sitt með sandjárninu sínu á flötina. Hvernig dæmist?

A Þetta er vítalaust.

B Keppandinn fær 1 högg í víti.

C Keppandinn fær 2 högga almennt víti.

D Keppandinn hlýtur frávísun.

Skrollið niður til að sjá rétt svar

|

|

|

|

|

|

|

|

|

|

|

|

Rétt svar: A – þetta er vítalaust sbr. úrskurð 24-2b/4.