Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2013 | 15:00

R&A ætlar ekki að beita sér til að konum verði veitt félagsaðild í Muirfield þar sem Opna breska fer fram í sumar

Skoski golfklúbburinn Muirfield, þar sem 142. Opna breska fer fram 13. júlí í sumar mun ekki þurfa að láta undir neinum þvingunum eða hótunum til þess að konum verði heimilað að gerast félagsmenn, en í þessum forna golfklúbbi fá aðeins karlar að gerast félagar.  Þetta er álit Peter Dawson, framkvæmdastjóra R&A og annarra skipuleggjenda Opna breska.

Konum er þó heimilað að heimsækja klúbbinn og eins hefir Curtis Cup farið fram þar, sem er mót milli kvenáhugamannaliða Íra&Breta annars vegar og Bandaríkjanna, hins vegar.

Aðeins í 3 golfklúbbum,  þar sem Opna breska fer skv. hefð fram, er einungis körlum heimiluð félagsaðild en fyrir utan Muirfield eru það Royal Troon og St. Andrews.  Peter Dawson ætlar ekki að beita völdum sínum til að þvinga fram stefnubreytingu hjá klúbbunum.

„Ég skil að hverskonar mismunun er algjörlega fráleit, sem segja verður nei við, en einskyns klúbbar eru ekki það sem þeir virðast og meðan ég skil þá gagnrýni sem R&A hefir hlotið og þá höfum við síðan 2004  slitið öll auglýsingatengsl við einkaklúbba, þannig að þetta er í áttina,“ sagði Dawson.

„Það eru í kringum 3000 golfvellir í Bretlandi og aðeins 1% er með stefnu þar sem aðeins öðru kyninu er veitt aðild, þannig að það eru ekki eins margir klúbbar og almenningur telur, þegar það les um þetta (innskot Golf1: mismununina?),“ sagði Dawson.

„Af þessu 1% eru helmingur klúbbar, þar sem aðeins konur mega vera félagar og það eru sögulegar ástæður fyrir því, þar sem þær komust á sínum tíma ekki í karlaklúbbana en 100 árum síðan er landslagið annað og þessir kvennaklúbbar eru núna að meira og minna leyti sjálfstæðir).

(Innskot: En eru 30 golfklúbbar þar sem konum/körlum er meinuð félagsaðild ekki 30 klúbbum of mikið sérstaklega þegar þ.á.m. er „vagga golfíþróttarinnar?“)

Það er mjög athyglisvert að meirihluti þessara „einskynsklúbba“ er í Skotlandi, en mikið af golfvöllum klúbbanna er deilt með öðrum klúbbum.  Það er t.a.m. tilfellið með St. Andrews en vellirnir 5 eru almenningsvellir og klúbbarnir deila þeim. Það er líka ekkert athugavert skv. breskum lögum að einskynsklúbbar séu við líði svo fremi sem þeir heimila konum að koma sem gestir, sem Muirfield svo sannarlega gerir.

„Að hugsa sér að R&A myndi segja við Muirfield að þeir muni ekki fá að halda Opna breska nema stefnu klúbbsins verði breytt er einfaldlega eineltisstefna, sem við myndum aldrei veita liðsinni. Muirfield á sér ríka sögu þegar kemur að Opna breska og þetta er í 16. skiptið sem mótið fer fram þar og hverjir erum við að segja þeim hvað þeir eigi að gera þegar þeir hafa lögin sín megin?  Við fáum golfvöll Muirfield lánaðan í 2-3 vikur 10. hvert ár, það er allt og sumt. Þannig að segja frá persónulegu sjónamiði að við séum að senda heimsbyggðinni skelfileg skilboð er yfirmáta ýkt.“

„Það er einfaldlega ekki hlutverk okkar að ráðast á golfklúbba sem eru með lögin sín megin.“

Dawson sagði að hann efaðist að skilti, sem segðu að hafa yrði hunda í ól og engum konum væri heimilaður aðgangur hefðu nokkru sinni verið til og ef þau hefðu það, væri það fyrir 100 árum síðan og blaðagreinar þar um hömluðu stefnu og vegferð golfsins.

Hann gagnrýndi verkalýðsleiðtogann og fyrrverandi forsætisráðherra Breta Gordon Brown sem á sínum tíma sagði þegar tveimur konum var veittur aðgangur á Augusta National „Ef þeir geta gert það í Suður-Karólínu af hverju ekki í Skotlandi?“

Peter Dawson sagði að Brown hefði greinilega ekki hugmynd um það sem hann væri að tala um því hann vissi ekki einu sinni hvar á jarðarkringlunni Augusta National væri (Augusta National er í Georgia en ekki Suður-Karólínu eins og Brown hélt ranglega fram).

Allt sem svona tal gerði væri að tefja ferðina miklu sem golfið væri á.

(Innskot Golf1: Hrikalega hrokafull afstaða framkvæmdastjóra R&A að neita að sjá það sem Gordon Brown meinti að heimila ætti konum aðgang að öllum golfklúbbum nú á 21. öldinni (og reyndar öfugt körlum ætti á samta hátt að vera heimilaður aðgangur að klúbbum sem eingöngu eru opnir konum) nú á dögum jafnréttis og mannréttinda! Öll önnur „ferð“ sem golfið er á og Peter Dawson er svo tíðrætt um, er að mati Golf1 ferð í ranga átt!!!)