
Gleðilegt sumar!
Í dag er Sumardagurinn fyrsti, frídagur sem markar upphaf sumars, þó víða um land sé ekki sérlega sumarlegt. Fyrir Norðan á Akureyri var t.a.m. snjókoma í morgun. Það sama er að segja vestan- og austanlands, víða enn snjór yfir golfvöllum og sumarið virðist víðsfjarri þó dagatalið segi annað.
Hér sunnanlands hefir sólin gægst feimnislega fram og það hefir verið hægt að spila golf bæði á Kirkjubólsvelli í Sandgerði og Húsatóftavelli í Grindavík, en þeir tveir vellir eru opnir.
Ýmsir klúbbar voru síðan með innanfélagsmót: GKJ menn héldu mót á Hlíðavelli í Mosfellsbæ og það sama er að segja um GHR – á Hellu fór fram Vorkomu-mótið, þar sem leikformið var höggleikur með forgjöf. Félagar GHH á Hornafirði brugðu sér í snærisleik
Nú á laugardaginn n.k., 27. apríl 2013 (3. sumardag) eru í boði tvö mót fyrir golfþyrsta, vetrarþreytta kylfinga: Vormót nr. 3 hjá Golfklúbbi Sandgerðis (GSG) og Opna Golfbúðin hjá Golfklúbbi Suðurnesja (GS).
En svo fer þetta nú líklega að koma um allt land, golfvellirnir fara að opna hver á fætur öðrum og kylfingar geta glaðst yfir þeim forréttindum að geta spilað golf á hverjum degi… allan sólarhringinn ef út í það er farið.
Golf1 óskar lesendum sínum og reyndar kylfingum öllum gleðislegs golfsumars!
- janúar. 20. 2021 | 07:30 Spurning hvort Olympíuleikarnir fari fram 2021?
- janúar. 20. 2021 | 07:00 Haraldur Júlíusson látinn
- janúar. 20. 2021 | 06:00 GM: 40 ár frá stofnun GKJ
- janúar. 19. 2021 | 19:00 GA: Veigar hlaut háttvísibikarinn 2020
- janúar. 19. 2021 | 18:00 Paige Spiranac segir Tiger ekkert skrímsli þrátt fyrir framhjáhald
- janúar. 19. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tommy Fleetwood – 19. janúar 2021
- janúar. 19. 2021 | 10:00 PGA: Jon Rahm dregur sig úr móti vikunnar
- janúar. 18. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðný María Guðmundsdóttir – 18. janúar 2021
- janúar. 18. 2021 | 12:00 Hver er kylfingurinn: Kevin Na?
- janúar. 18. 2021 | 01:30 PGA: Na sigraði á Sony Open
- janúar. 18. 2021 | 00:01 Thomas missir Ralph Lauren sem styrktaraðila
- janúar. 17. 2021 | 21:00 GA: Lárus Ingi kylfingur ársins 2020
- janúar. 17. 2021 | 20:00 Tiger: „Hún brosir ekki núna!“
- janúar. 17. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birnir Valur Lárusson – 17. janúar 2021
- janúar. 17. 2021 | 07:00 PGA: Brendan Steele leiðir f. lokahringinn á Sony Open