Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2013 | 19:30

Evróputúrinn: 5 í forystu þegar leik frestað vegna myrkurs á Ballantines í Kóreu

Það eru 5 kylfingar sem deila 1. sætinu á Ballantines Championship, sem hófst á golfvelli Blackstone golfklúbbsins í Icheon, Kóreu í dag.

Þessir 5 eru Frakkinn Jean-Baptiste Gonnet, Ástralinn Kieran Pratt, Englendingurinn Matthew Baldwin, Svíinn Johan Edfors og heimamaðurinn Ki-whan Kim.

Þessir 5 eru allir búnir að klára 1. hring á 5 undir pari, 67 höggum.

Aðeins 1 höggi á eftir þeim eru Peter Lawrie og Jung Hwan Lee á 4 undir pari, 68 höggum og það sama er að segja um þá Tommy Fleetwood og Louis Oosthuizen, en Fleetwood á eftir að ljúka leik á 1 holu og Oosthuizen 2 holum, þannig að þeir geta báðir enn komið sér meðal forystumannanna og Oosthuizen jafnvel tekið forystuna!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Ballantines mótinu í Kóreu SMELLIÐ HÉR: