Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2013 | 02:30

PGA: Guan í gegnum niðurskurð

Kínverski undrastrákurinn Guan Tianlang, komst í gegnum niðurskurð á Zurich Classic, í gær, en hann er sá yngsti til þess að spila í the Masters risamótinu og sá yngsti til þess að ná niðurskurði þar!

Líkt og á Masters risamótinu rétt slapp Guan í gegn en niðurskurður var miðaður við samtals 3 undir pari og Guan var einmitt á samtals 3 undir pari!!!

Guan er búinn að spila á samtals 141 höggi (72 69).

Þetta er glæsilegur árangur 14 ára stráks, sem slær við köppum á borð við Robert Karlsson, Jasper Parnevik, Ross Fisher, risamótssigurvegaranum Keegan Bradley og kólombíska kóngulóarkyntröllinu Camilo Villegas, en allir framangreindir reynsluboltar komust ekki í gegnum niðurskurð.

Guan er aftur og aftur að sýna og sanna að hann á, þrátt fyrir ungan aldur heima á meðal þeirra allra bestu í golfinu!