Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2013 | 08:00

Mömmu GMac bjargað af strandverði

Mömmu Graeme Dowell var bjargað af strandverði þegar hún var í Harbour Town, Suður-Karólínu að fylgjast með syni sínum á RBC Heritage mótinu, sem hann sigraði síðan á um s.l. helgi.

Scott Ohlson hét strandvörðurinn sem svaraði kallinu, sem sagði honum að kona að nafni Marion McDowell hefði verið saknað í 3 tíma, en þetta var 3 dögum fyrir mótið.  Komið var fram á kvöld.

Scott Ohlson og GMac

Scott Ohlson og GMac

Scott keyrði síðan fram á konu sem virtist týnd og sagðist ekki finna húsið sem sonur hennar hefði tekið á leigu í Harbour Town;  það var orðið niðadimmt og það eina sem hún vissi var að það væri 38 í húsnúmerinu.

Húsin í Harbour Town eru eins og gestaþraut.

Scott sagði að um þetta leyti væri líka mökunartími skjaldbaka í Harbour Town og það væri virt með því slökkt væri á öllum ljósum kl. 22:00 í bænum, en það gerði leit Marion McDowell að húsi sonar síns ekki auðveldara.

Scott Ohlson gat leiðbeint Marion að réttu húsi og sagðist í fyrstu ekki hafa gert sér grein fyrir hver GMac væri en hann hefði komið sér kunnuglegar fyrir sjónir.

GMac var svo feginn að fá móður sína til sín heilu á höldnu að hann útvegaði Scott Ohlson og foreldrum hans, Ken og Keri boðsmiða á mótið alla 4 keppnisdagana.

Þegar hann sigraði fékk Scott að fara með GMac á blaðamannafundinn og þar áritaði GMac aðgöngumiða Scott en á hann skrifaði GMac:

„Scott takk fyrir að bjarga mömmu. Bestu kveðjur GMcDowell“

Aðgöngumiði Scott Ohlson á RBC Heritage

Aðgöngumiði Scott Ohlson á RBC Heritage