Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2013 | 02:00

PGA: Glover efstur á Zurich Classic

Á fimmtudaginn hófst á TPC Louisiana vellinum, Zurich Classic at New Orleans mótið  í Avondale, Louisiana, en mótið er hluti af PGA mótaröðinni bandarísku.

Eftir 2. dag mótsins er það Lucas Glover sem leiðir á samtals 12 undir pari, 132 höggum (65 67).

Í 2. sæti á 11 undir pari er Boo Weekly, en hann er búin að leika á samtals 11 undir pari, 133 höggum (65 68).

Og í þriðja sæti er DA Points á samtals 10 undir pari og svo er Morgan Hoffmann í 4. sæti á samtals 9 undir pari. Loks er það Ernie Els sem vermir 5. sætið á samtals 8 undir pari

Justin Rose er í hóp 6 kylfinga sem allir eru í 6. sæti á samtals 7 undir pari, hver.

Meðal þeirra, sem ekki komust í gegnum niðurskurð eru Keegan Bradley, Thorbjörn Olesen og Camilo Villegas.

Til þess að sjá stöðuna á Zurich Classic eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Zurich Classic SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 2. dags á Zurich Classic  sem Jason Dufner átti, SMELLIÐ HÉR: