LPGA: Carlota Ciganda í forystu fyrir lokahring North Texas LPGA Shootout
Það er spænski kylfingurinn Carlota Ciganda sem er í forystu fyrir lokahring North Texas LPGA Shootout, sem leikinn verður í dag. Ciganda er á samtals 11 undir pari, 202 höggum (66 70 66). Í 2. sæti, 2 höggum á eftir er nr. 1 á Rolex-heimslistanum Inbee Park og forystukonu fyrstu 2 daga mótsins Caroline Masson frá Þýskalandi, þ.e. báðar á samtals 9 undir pari, 204 höggum; Inbee (67 70 67) og Caro (64 71 69). Í 4. sæti er NY Choi á samtals 8 undir pari og 5. sætinu deila 4 kylfingar þ.á.m. hin franska Karine Icher, allar á samtals 6 undir pari. Í 9. sæti á samtals 5 undir pari Lesa meira
PGA: Lucas Glover leiðir fyrir lokahringinn á Zurich Classic
Það er bandaríski kylfingurinn Lucas Glover sem heldur forystu í Avondale á TPC Louisiana á Zurich Classic mótinu fyrir lokahringinn, sem leikinn verður í dag. Glover er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 202 höggum (65 67 70). Öðru sætinu deila Kyle Stanley, Jimmy Walker, Billy Horschel og DA Points, en þeir eru 2 höggum á eftir forystumanni mótsins Lucas Glover, á samtals 12 undir pari, 204 höggum, hver. Kylfingurinn kínverski, Guan Tianlang, 14 ára, er í 71. og síðasta sæti af þeim sem komust í gegnum niðurskurð en hann átti fremur dapran 3. hring miðað við gengið á the Masters risamótinu og dagana 2 þar á undan Lesa meira
Golfgrín á laugardegi
Svona á kosninganótt rifjast upp einn af 3 skurðlæknum sem slappa af eftir erfiða alþjóðlega læknaráðstefnu úti á golfvelli: Á fyrsta teig segir bandaríski læknirinn starfsbræðrum sínum frá nýjustu framförunum innan læknavísindanna í Bandaríkjunum. „Okkur hefir tekist að fjarlægja stóran hluta skemmdra smáþarma í sjúklingum og setja þess í stað gervivef úr plasti … og rannsóknir sýna að meltingin starfi sem aldrei fyrr og algerlega með eðlilegum hætti, sem kemur hamborgaraætunum okkar sérlega vel“ sagði sá bandaríski brosandi. „Áhugavert“ segja kollegarnir og hefja leik. Á öðrum teig segir danski læknirinn „Mestu nýjungarnar hjá okkur eru að okkur hefir tekist að finna upp aðferð til að endurvekja lík, menn sem hafa Lesa meira
Evróputúrinn: Noren leiðir fyrir lokahringinn á Ballantine´s
Það er Svíinn Alexander Noren, sem tekið hefir forystuna á 3. degi Ballantine´s Open í Iceon, Kóreu. Hann er búinn að leika á samtals 9 undir pari, 207 höggum (71 67 69). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir á 8 undir pari eru Englendingurinn Peter Whiteford og Spánverjinn Pablo Larrazabal. Fjórða sætinu deila sem stendur Ástralarnir Marcus Fraser og Bret Rumford, á samtals 6 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Ballantine´s Open í Icheon í Kóreu SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Ballantine´s í beinni
Ballantine´s Open hófst á fimmtudaginn í Iceheon í Suður-Kóreu, en mótið er hluti Evrópumótaraðarinnar. Það voru 5 kylfingar, sem deildu 1. sætinu þegar mótinu var frestað í gær vegna myrkurs eftir 1. daginn á fimmtudag. Eftir gærdaginn voru það Ástralinn Wade Ormsby, sem er í efsta sæti á 7 undir pari, ásamt Thaílendingnum Arnond Vongvanij. Þriðja sætinu deila Svíinn Alex Noren ásamt Englendingnum James Morrisson og Jbe Kruger frá Suður-Afríku., Til þess að sjá Ballantine´s í beinni SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Ballantine´s Open SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Friðmey Jónsdóttir – 27. apríl 2013
Það er Friðmey Jónsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Friðmey er fædd 27. apríl 1987 og því 26 ára í dag! Friðmey er í Golfklúbbnum Leyni (GL) á Akranesi. Hún er frábær kylfingur, hefir m.a. orðið klúbbmeistari GL 2006 og 2010. Friðmey Jónsdóttir ásamt Helga Dan Friðmey er af mikilli golffjölskyldu af Skaganum, en hún er eldri systir Valdísar Þóru Jónsdóttur, sem er einn besti kvenkylfingur Íslands og á auk þess 2 bræður, foreldra, afa og ömmu og jafnvel bræður mömmu hennar og einn bróðir pabba hennar spila öll golf. Hér að neðan má komast á Facebooksíðu afmæliskylfingsins, til þess að óska honum til hamingju með afmælið. Friðmey Jónsdóttir · 26 years old Aðrir frægir kylfingar Lesa meira
LPGA: Caroline Masson enn í forystu þegar North Texas LPGA Shootout er hálfnað
Þýski nýliðinn á LPGA, Caroline Masson, heldur forystu þegar North Texas LPGA Shootout er hálfnað. Forystan er naum, hún á aðeins 1 högg á Carlotu Ciganda frá Spáni. Samtals er Masson búin að leika á 7 undir pari, 135 höggum (64 71) en Ciganda er búin að spila á 6 undir pari, 136 höggum (66 70). Þriðja sætinu deila 2 nýliðar Kathleen Ekey og Moriya Jutanugarn og nr. 1 á Rolex-heimslistanum Inbee Park, en allar hafa þær spilað á samtals 5 undir pari, 137 höggum, hver. Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð voru Azahara Munoz, Beatriz Recari, Sandra Gal, Caroline Hedwall og Morgan Pressel. Til þess að sjá Lesa meira
Intersport opnar nýja golfverslun – Myndasería
Kl. 11 í dag opnaði Intersport nýja golfverslun í Lindunum í Kópavogi, en fyrsta verslun Intersport á Íslandi var opnuð 18. apríl 1998 að Bíldshöfða 20 í Reykjavík og fagnar Intersport því 15 ára afmæli í ár. Þegar Golf 1 mætti á staðinn á slaginnu 11 var enn verið að leggja síðustu hönd á hluti í golfversluninni, ryksuga, laga ljósaperur og verið að dytta að hinu og þessu. Mikið úrval er alls, sem þarf til að stunda golfíþróttina í nýju versluninni. Hér má sjá myndaseríu frá opnun nýju Intersport golfvöruverslunarinnar SMELLIÐ HÉR: Það eru þeir Guðjón Baldur, verslunarstjóri og Haraldur sem sjá um reksturinn. Hér er um að ræða eflingu samkeppni Lesa meira
Opnun nýrrar golfvöruverslunar í Intersport – 27. apríl 2013
60 kylfingar héldu í dag í golf- og gleðiferð til Spánar á vegum Golfskálans
Í dag héldu 60 Íslenskir kylfingar á vegum Golfskálans til El Plantio golfstaðarins í Alicante á Spáni, á vegum Golfskálans. Segir á vefsíðu Golfskálans að þetta verði 5 daga golf- og gleðiferð, en ferðin stendur frá 27. apríl – 4. maí 2013. Sett verða upp 4 mót og eru heildarvinningar að andvirði um 300.000 krónur. El Plantio golfstaðurinn er stórskemmtilegur, hótel og íbúðir við staðin nýleg og aðstaða eins og best verður á kosið. Andrúmsloftið er mjög gott – góð golfverslun er á staðnum og starfsfólk framúrskarandi kurteist og leggur sig fram um að gera ferð allra sem eftirminnilegasta og skemmtilegasta.









