Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2013 | 20:30

Evróputúrinn: Ormsby og Vongvanij leiða á Ballantines í Kóreu

Það eru Ástralinn Wade Ormsby og Thaílendingurinn Arnond Vongvanij sem leiða þegar Ballantine´s Open er hálfnað í Icheon í Suður-Kóreu.

Báðir hafa leikið á 7 undir pari, 137 höggum; Ormsby (70 67) og Vongvanij (68 69).

Þrír kylfingar deila 3. sætinu: Jbe Kruger frá Suður-Afríku, Svíinn Alexander Noren og Englendingurinn James Morrison, á 6 undir pari.

Leik var frestað í dag vegna myrkurs og eiga örfáir eftir að klára 2. hring.

Nokkuð ljóst er hins vegar að t.a.m. Daninn Thomas Björn og landi hans Andreas Hartö verða á meðal þeirra sem ekki komast í gegnum niðurskurð að þessu sinni.

Til þess að sjá stöðuna á Ballantine´s Open eftir 2. keppnisdag SMELLIÐ HÉR: