Caroline Masson
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2013 | 20:45

LPGA: Masson leiðir í Texas

Í gær hófst í Las Colinas Country Club í Irving, Texas, North Texas LPGA Shootout.

Það er hin þýska Caroline Masson sem leiðir eftir 1. dag á glæsilegu skori, 7 undir pari, 64 höggum!!! Á hringnum fékk Masson 7 fugla og 11 pör.

Kylfingur nr. 1 í Evrópu á síðasta ári í kvennagolfinu, hin spænska Carlota Ciganda var í 2. sæti,2 höggum á eftir Caroline.

Annar hringur er þegar hafinn.

Til þess að fylgjast með stöðunni á North Texas LPGA Shootout SMELLIÐ HÉR: