Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2021 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur best í liði EKU á Mercedes Benz Coll Championship

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, og félagar í Eastern Kentucky University (EKU) tóku þátt í Mercedes Benz Collegiate Championship, dagana 20.-21. september sl.

Mótið fór fram í Knoxville, Tennessee.

Þátttakendur voru 90 frá 16 háskólum.

Ragnhildur stóð sig best af liðsfélögum sínum í EKU varð T-44, lék á samtals 9 yfir pari, 222 höggum (73 75 74).

Lið EKU landaði 16. og lokasætinu í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Mercedes Benz Collegiate Championship með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Ragnhildar og félaga er 27.-29. september n.k.