Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2021 | 08:25

Bandaríska háskólagolfið: Arna Rún & félagar urðu í 4. sæti á UIndy Fall Invite

Arna Rún Kristjánsdóttir, GM og lið hennar í Grand Valley State University tóku þátt í UIndy Fall Invitational.

Þátttakendur voru 84 frá 14 háskólum.

Arna Rún lék á samtals 36 yfir pari, 252 höggum (84 86 82) og varð í 60. sæti í einstaklingskeppninni.

Í liðakeppninni varð lið GVSU í 4. sæti.

Sjá má lokastöðuna á UIndy Fall Invitational með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót GVSU er 25. september í Michigan.