Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2021 | 09:00

Ryder Cup 2021: Harrington lofar að fá sér húðflúr – sigri lið Evrópu

Fyrirliði liðs Evrópu í Ryder bikarnum, Pádraig Harrington hefir lofað liðsmönnum sínum að fá sér húðflúr (ens. tattoo) sigri lið hans lið Bandaríkjanna.

Þar með ætlar hann að feta í fótspor Thomas Björn, fyrirliða sigurliðs Evrópu í París 2018 fyrir 3 árum og virðist nú vera komin hefð fyrir að fyrirliðar liðs Evrópu fái sér sigurtattoo.

Björn lét tatóvera sigurskorið á sig.

Harrington er ekki með nein tattoo á þessu stigi og sagðist ekki vilja gefa upp staðinn sem hann hyggst láta tattóvera sig á.

Harrington sagði m.a.: „: „Ég er ánægður með að þetta er það eina, sem þeir biðja um, en ég hefði gefið svo miklu meira. Ég er svo viss að ég muni fá mér húðflúr.“  M.ö.o: Harrington er viss um að lið sitt sigri í Rydernum!