Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2021 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Andrea gerir það gott með CSU

Andrea Bergsdóttir, GKG og félagar hennar í Colorado State University hafa spilað í 2 mótum það sem af er 2021-2022 keppnistímabilinu í bandaríska háskólagolfinu.

Fyrra mótið var Branch Law Firm/Dick McGuire Invite, sem fram fór í Albuquerque, New Mexico, dagana 13.-14. september sl.  Þátttakendur voru 93 frá 16 háskólum.

Þar stóð Andrea sig best af liðsfélögum sínum endaði í 21. sæti, með skor upp á samtals 3 yfir pari, 219 högg (72 75 72).

Sjá má lokastöðuna í Branch Law Firm/Dick McGuire Invite men því að SMELLA HÉR: 

Farið var lofsamlegum orðum um Andreu á heimasíðu CSU – Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Í næsta móti gekk Andreu ekki eins vel. Mótið var Badger Invitational sem fram fór í Verona, Wisconsin, dagana 20.-21. september sl.

Þátttakendur voru 71 frá 12 háskolum.

Andrea varð í 41. sæti á samtals 13 yfir pari, 229 höggum (73 79 77). Lið hennar CSU endaði í 6. sæti og taldi árangur Andreu, sem var í liðinu.

Sjá má lokastöðuna á Badger Invitational með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Andreu og félaga er 8. október n.k.