Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2021 | 08:52

Bandaríska háskólagolfið: Kristín Sól varð í 28. sæti á Golden Bear Classic

Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM, og lið hennar í Rodger State University tók þátt í Golden Bear Classic mótinu.

Mótið fór fram í Maplewood, Minnesota dagana 20.-21. september.

Þátttakendur voru 57 frá 9 háskólum.

Kristín Sól lék á samtals 24 yfir pari, 168 höggum (81 87).

Sjá má umfjöllun um mótið á heimasíðu Rodger State – Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna á Golden Bear Classic með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Kristínar Sól og Rodger State er í Edmond, Oklahoma,  4. október n.k.