Afmæliskylfingur dagsins: Karl Vídalín Grétarsson – 27. september 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Karl Vídalín Grétarsson. Karl er fæddur 27. september 1961 og á því 60 ára merkisafmæli í dag!!! Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR). Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Karl með því að SMELLA HÉR Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Karl Vídalín Grétarsson – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Kathy Whitworth, 27. september 1939 (82 ára); Ómar Sigurðsson, 27. september 1948 (73 ára); Armando Saavedra, 27. september 1954 (67 ára); Rachel L. Bailey, 27. september 1980 (41 árs – spilar á ALPG); Halla Björk Lesa meira
Ryder Cup 2021: Bandaríkin 19 – Evrópa 9
Lokastaðan í Rydernum 2021 er 19-9 Bandaríkjunum í vil. Lið Bandaríkjanna hafði algjöra yfirburði allt mótið. Staðreynd er mesti munur á liðunum síðan lið Breta&Íra var breytt í lið Evrópu árið 1979. M.ö.o.: Verstu úrslit hjá liði Evrópu í 42 ár. Sjá má lokastöðuna í Rydernum 2021 með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Sindri Snær Alfreðsson – 26. september 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Sindri Snær Alfreðsson. Sindri Snær er fæddur 26. september 1995 og á því 26 ára stórafmæli í dag!!! Auk þess að vera kylfingur er hann frábær lagasmiður. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Sindri Snær Sindri Snær Alfreðsson – 26 ára- Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Neil Coles, 26. september 1934 (87 ára); Tryggvi Valtýr Traustason, GÖ, 26. september 1962 (59 ára); Adam Hunter, f. 26. september 1963 – d. 14. október 2011 úr hvítblæði); Spanish Golf Options · 57 ára; Robin Hood, 26. september 1964 Lesa meira
Ryder Cup 2021: Stefnir í stærsta Ryder Cup sigur bandarísks liðs
Lið Bandaríkjanna í Rydernum hefir mikla yfirburði eftir 4 fyrstu viðureignir álfanna og staðan er nú 11-5 fyrir tvímenningsleikina, sem fara fram í dag. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni í Ryder bikars keppninni að lið Bandaríkjanna hefir verið með meira en 5 vinnings mun fyrir tvímenninginn. Frá árinu 1979 þegar liði Breta&Íra var breytt í lið Evrópu, hafa lið í keppninni þrívegis sigrað með 9 vinninga mun, en þessir sigrar með 9 vinninga mun eru met, sem eiga á hættu að falla í dag. Lið Bandaríkjanna sem sigraði 1981 í Walton Heath er almennt álitið vera eitt sterkasta lið, sem Bandaríkjamenn hafa átt í Rydernum. Það lið sigraði Lesa meira
Ryder Cup 2021: Bandaríkin 11 – Evrópa 5 eftir 2. dag
Eftir laugardaginn eru litlar breytingar í Rydernum; lið Bandaríkjanna komið með aðra hönd á bikarinn. Fylgjast má með tvímenningsleikjum sunnudagsins með því að SMELLA HÉR: Staðan eftir leiki laugardagsmorgunsins var 9-3. Eftir hádegi í fjórboltanum bætti lið Bandaríkjanna enn við 2 vinningum, en lið Evrópu sótti sig aðeins og fékk einnig 2 vinninga. Þeir Jon Rahm og Sergio Garcia héldu sigurgögnu sinni á mótinu áfram og unnu Brooks Koepka og Jordan Spieth 2&1. Shene Lowry og Tyrrell Hatton unnu Tony Finau og Harris English med minnsta mun, 1 up. __________________________________ Fyrir Bandaríkinn sigruðu sína leiki nýliðinn Scottie Scheffler og Bryson DeChambeau, sem höfuð betur gegn Tommy Fleetwood og Viktor Hovland Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (39/2021)
Einn stuttur á ensku: „I once played a course that was so tough, I lost two balls in the ball washer!“
Ryder Cup 2021: Bandaríkin 9 – Evrópa 3
Eftir fjórmenningsleiki laugardagsmorgunsins er staðan Bandaríkin 9 – Evrópa 3. Það mætti eiginlega segja Bandaríkin 9 – Spánn 3. Eenn á ný eru það bara Jon Rahm og Sergio Garcia, sem halda haus, gegn gríðarsterku liði Bandaríkjanna. Stutt er í að fjórboltaleikir eftir hádegi byrja. Fylgjast má með fjórboltanum með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Skúli Már Gunnarsson og Heather Locklear – 25. september 2021
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Skúli Már Gunnarsson og Heather Locklear. Skúli Már er fæddur 25. september 1971 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Skúla Más til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan: Skúli Már Gunnarsson – Innilega til hamingju með 50 ára stórafmælið!!! Heather Locklear er fædd 25. september 1961 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Sjá má eldri afmælisgrein sem Golf 1 skrifaði á öðrum afmælisdegi Locklear með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar eru: Michael Douglas, 25. september 1944 (77 ára); Jón Halldórsson, 25. september 1954 (67 ára); Ystiklettur Veiðifélag, 25. september 1955 (66 ára); Lesa meira
Golf 1 tíu ára í dag!
Golf 1 er tíu ára í dag, þ.e. 10 ár eru frá því að fyrsta fréttin birtist á Golf 1 golffréttavefnum. Það var frétt í greinaflokknum „Frægir kylfingar“ og um John F. Kennedy 35. forseta Bandaríkjanna, sem enn í dag þykir, að öðrum ólöstuðum, fremstur í golfi af þeim sem setið hafa í forsetastóli í Bandaríkjunum.. Sjá fyrstu grein Golf 1 með því að SMELLA HÉR: Frá því fyrir tíu árum síðan hafa tæp 24.000 greinar birtst á Golf1, á íslensku, ensku og þýsku en Golf 1 er því eini golffréttavefurinn í heiminum sem skrifar golffréttir á íslensku, ensku og þýsku. Tuttuguogfjögurþúsund greinar þýðir að meðaltali meira en 6,5 golftengd Lesa meira
Ryder Cup 2021: Bandaríkin 6 – Evrópa 2 eftir 1. dag
Ja, hvað skal segja annað en að úrslitin eftir 1. dag séu viðbúin. M.ö.o.: Það mátti búast við því að lið Bandaríkjanna hefði yfirburði í þessum Ryder – Þar sem fyrirliðinn er frá Wisconsin og þekkir Whistling Straits, þar sem keppt er, eins og handarbakið á sér og allir bandarísku keppendurnir eru þekkt nöfn í golfheiminum og hafa miklu meira af ungum og sprækum nýliðum, sem allir hafa skarað fram úr, meðan lið Evrópu teflir fram fleiri gömlum reynslurefum á fimmtugsaldri, sem ekkert hafa sýnt á undanförnum misserum. Bandríska liðið er einfaldlega betra og 6-2 úrslit eftir 1. dag, sanngjörn. Jon Rahm ber evrópska liðið á herðum sér og er Lesa meira










