Má rekja uppruna golfs til lambasparða og kindaskíts?
Má rekja uppruna golfs til lambasparða og kindaskíts? Svarið við spurningunni í fyrirsögninni er NEI. En það er til sögusögn um uppruna golfsins sem er eitthvað á þá leið að golf hafi fyrst verið spilað af fjárhirðum í Hálöndum Skotlands. Þegar þeir voru að reka kindurnar voru þeir með stafi sem nefndust Shillelaghs. Þessir stafir voru skv. hefð með stóran hnúð á endanum. Fjárhirðarnir notuðu Shillelaghana sem stafi til að styðjast við og eins við að halda fénu saman á grýttum, sleipum, votum og leirugum fjallshlíðunum. Sumir vegirnir í hlíðunum voru mikilvægari en aðrir þar sem þeir lágu að vatnsbólum. Þessi vatnsból fylltust stundum af kindaspörðum og notuðu hirðingjarnir þá Lesa meira
Golfútbúnaður: Nýr bleikstimplaður Titleist bolti
Nú með komandi sumri hefir Titleist tilkynnt að það hafi framleitt takmarkað upplag af bleikstimpluðum Titleist Pro V1 golfboltum. Þó að talan á boltanum og örin á hlið boltans sé með nýjum lit þá er boltinn í öllu öðru tilliti líkur öðrum þriggjalaga Titleist Pro V1 boltum. Hann hefir sama kjarnann og innra lag og svartstimplaði 2013 Pro V1 boltinn þ.á.m. urethane lagið og 352 doppu mynstrið. Til þess að fræðast nánar um Titleist Pro V1 og Pro V1x bolta er kjörið að lesa eftirfarandi grein eftir Jim Achenbach SMELLIÐ HÉR: Bleikstimplaði Pro V1 boltinn fæst einungis tölusettur frá 1-4 og kosta 12 stk. $47.99 í Bandaríkjunum.
Afmæliskylfingur dagsins: Sophia Sheridan – 30. apríl 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Sophia Sheridan. Sophia er fædd 30. apríl 1984 og því 29 ára í dag. Sophia er mexíkönsk frá heimabæ Lorenu Ochoa og helsta von Mexikana. Hún gerðist atvinnumaður í golfi 2006 eftir að hafa útskrifast frá University of California, Berkeley, þar sem hún spilaði golf öll 4 árin. Sheridan hefir m.a. spilað á LPGA 2007 og 2009, en spilaði á Futures/Symetraárið 2011. Hún var ein af stúlkunum sem hlutu kortið sitt á LPGA 2012 í gegnum Q-school og Golf 1 fjallaði um á sínum tíma sjá HÉR: Sophia hefir ekki nema takmarkaðan spilarétt á LPGA keppnistímabilið 2013 og er komin undir því að styrktaraðilar bjóði henni nú í Lesa meira
Tiger mætti í brúðkaup Michael Jordan
Tiger Woods þurfti aðeins að fara 30 mínútur í bíl frá heimili sínu í Jupiter, Flórída til þess að mæta í brúðkaup vinar síns, körfuboltastjörnunnar Michael Jordan, sl. laugardag. Hann mætti án kærestunnar, Lindsey Vonn, sem ekki komst og leit bara býsna vel út í gráum fötum og með dökk sólgleraugu SJÁ MYND TIGER MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR: Tiger komst vegna þess að hann á viku eftir af hefðbundnu 3 vikna fríi sem hann fer alltaf í eftir the Masters risamótið. Jordan kvæntist Yvette Prieto, 35 ára fyrrum módel, eftir 5 ára samveru. Eftir hátíðlega athöfn í heimahúsi var mótttaka í Bear´s Club í Jupiter, sem er í eigu Jack Lesa meira
GOB: Gunnlaugur ráðinn golfkennari
Stjórn GOB hefur gengið frá ráðningu Gunnlaugs H. Elsusonar í starf golfkennara klúbbsins. Hann útskrifaðist árið 2005 frá Kennaraháskóla Ísland sem íþróttafræðingur og svo frá Golfkennaraskóla Íslands árið 2008 með alþjóðlega PGA golfkennaragráðu. Síðastliðin þrjú ár hefur hann starfað sjálfstætt í Hraunkoti við golfkennslu. Gunnlaugur byrjaði að stunda golf hjá Golfklúbbi Sauðárkróks ungur að árum hjá Árna Sævari Jónsyni golfkennara. Sem leikmaður varð hann tvisvar sinnum Íslandsmeistari í sveitakeppni og hefur tvisvar sinnum orðið klúbbmeistari. Gunnlaugur hefur þjálfað og kennt golf á öllum stigum íþróttarinnar frá árinu 2001 og sem kennari hefur hann hampað mörgum Íslandsmeistaratitlum nemenda sinna auk fjölda verðlauna í unglingaflokkum hjá báðum kynjum. Gunnlaugur hefur unnið fyrir Lesa meira
Heimslistinn: Horschel í 49. sæti
Vegna sigur síns á Zurich Classic fer Billy Horschel upp um 42 sæti á heimslistanum, fer úr 91. sætinu upp á topp-50, þ.e. í 49. sæti heimslistans! 21 árs undradrengur á japönsku mótaröðinni Hideki Matsuyama fer upp um álíka mörg sæti og Horschel eða 41 þ.e. úr 149. sæti heimslistans í það 108. vegna sigur síns á Tsuruya Open nú um helgina, en þetta er 2. sigur Matsuyama á stuttum tíma á japanska PGA. Ástralinn Brett Rumford sem sigraði á Ballantine´s Open, móti Evrópumótaraðarinnar á Blackstone golfvellinum í Icheon í Suður-Kóreu hlýtur að vera hástökkvari vikunnar á heimslistanum en hann fer úr 237. sætinu upp í 122. sætið eða Lesa meira
GKG: Ný þjónusta – ársleiga á golfbílum
Það kostar 4.800,- að leigja sér golfbíl á 18 holurnar. Það er í sjálfu sér ekki svo dýrt ef maður þarf stöku sinnum á bílnum að halda. Sumir einstaklingar geta þó ekki spilað golf nema þeir séu á bíl sökum meiðsla eða sjúkdóma. Ef slíkur einstaklingur spilar reglulega golf þá fer kostnaðurinn upp í einhver hundruð þúsunda á ári. Það leiðir af sér að viðkomandi telur það hagkvæmara að kaupa sér golfbíl en að leigja hann Hugsunarhátturinn er gjarnan þannig að maður kaupir sér golfbíl á 1,5 milljónir, selur hann aftur eftir fimm ár á 1,1 milljón, þá er þetta ekki nema 80 þúsund á ári. Þessi hugsunarháttur er ágætlega Lesa meira
Hvernig fjölskylda Billy Horschel fagnaði 1. PGA sigri hans!!!
Billy Horschel 26 ára fagnaði 1. PGA Tour sigri sínum í gær, 28. apríl 2013 á Zurich Classic, í New Orleans, Louisiana. Hann ólst upp í Grant-Valkaria í Flórída (íbúar um 3850) sonur byggingarverktaka. Öll fjölskylda Billy fylgdist með sigri hans í gær, Billy eldri pabbi hans, Kathy mamma Billy yngri og 4 aðrir fjölskyldumeðlimir. Líkt og gert er á Kraft Nabisco risamótinu hjá konunum fögnuðu þau sigri sonarins með því að henda sér út í sundlaugina þegar sigurinn lá fyrir. „Við hentum okkur út í laugina vegna þess að við vissum að Billy myndi ekki gera það þarna á TPC Louisiana, þar sem allar tjarnir eru fullar af krókódílum. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Gauti Geirsson – 29. apríl 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Gauti Geirsson, GÍ. Gauti er fæddur 29. apríl 1993 og á því 20 ára stórafmæli í dag!!! Gauti er í Golfklúbbi Ísafjarðar og hefir tekið þátt í fjölmörgum mótum og staðið sig afbragðs vel!!! Komast má á Facebook síðu Gauta til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Gauti Geirsson (20 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Allan George Balding 29. apríl 1924 – 30. júlí 2006; Johnny Miller, 29. apríl 1947 (66 ára); Niclas Fasth, 29. apríl 1972 (41 árs); Anna Grzebien, 29. apríl 1985 (28 ára). Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og Lesa meira
Metþátttökuumsóknir á US Open – alls 9860!!!
Fyrir nokkrum dögum tilkynnti bandaríska golfsambandið (USGA) að það hefði fengið nýjan fjölda metþátttökuumsókna á Opna bandaríska 2013, sem í ár fer fram 13.-16. júní á Austurvelli Merion golfklúbbsins, í Ardmore, Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Alls hyggjast 9860 reyna við að spila í mótinu sem er ný metþátttaka og slær við gamla þátttökuumsóknar metinu frá 2009 þegar 9086 þreyttu úrtökumót til þess að hljóta tækifæri að spila á einu vinsælasta risamótinu. Þá (þ.e. 2009) var spilað á Bethpage Black golfvellinum í Farmingdale, New York. Þetta er í 5. sinn sem Opna bandaríska risamótið fer fram á Merion. Til þess að teljast hæfur til að spila á Opna bandaríska verða keppendur að Lesa meira










