
GOB: Gunnlaugur ráðinn golfkennari
Stjórn GOB hefur gengið frá ráðningu Gunnlaugs H. Elsusonar í starf golfkennara klúbbsins. Hann útskrifaðist árið 2005 frá Kennaraháskóla Ísland sem íþróttafræðingur og svo frá Golfkennaraskóla Íslands árið 2008 með alþjóðlega PGA golfkennaragráðu. Síðastliðin þrjú ár hefur hann starfað sjálfstætt í Hraunkoti við golfkennslu.
Gunnlaugur byrjaði að stunda golf hjá Golfklúbbi Sauðárkróks ungur að árum hjá Árna Sævari Jónsyni golfkennara. Sem leikmaður varð hann tvisvar sinnum Íslandsmeistari í sveitakeppni og hefur tvisvar sinnum orðið klúbbmeistari. Gunnlaugur hefur þjálfað og kennt golf á öllum stigum íþróttarinnar frá árinu 2001 og sem kennari hefur hann hampað mörgum Íslandsmeistaratitlum nemenda sinna auk fjölda verðlauna í unglingaflokkum hjá báðum kynjum. Gunnlaugur hefur unnið fyrir Golfklúbb Sauðárkróks, Reykjavíkur og Odds, sem golfkennari.
Gunnlaugur mun bera ábyrgð á allri golfkennslu og þjálfun sem fram fer á vegum GOB.
Gunnlaugur, sem hefur meðal annars sérhæft sig í golfkennslu barna og unglinga, mun bjóða upp á sumarnámskeið í golfi fyrir hádegi í sumar, sem standa öllum börnum 7-11 ára til boða.
Slík námskeið hafa ekki verið í boði hjá GOB í nokkur ár og er það stjórn klúbbsins ánægjuefni að svo verði aftur. Gunnlaugur mun einnig koma að félagsstarfi karla og kvenna ásamt því að sjá um nýliðafræðslu og námskeið. Ennfremur mun Gunnlaugur sjá um þjálfun keppnissveita GOB og síðast en ekki síst mun hann bjóða upp á einkatíma til félagsmanna og gesta.
Stjórn klúbbsins vill nota tækifærið og þakka Einar Lyng kærlega fyrir samstarfið undanfarin ár, en Einar hefur unnið mikið og gott starf undanfarin 5 ár, sem golfkennari GOB. Um leið bjóðum þeir Gunnlaug velkominn í Mosfellsdalinn!
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jens Gud ———-– 8. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 01:00 PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo
- maí. 8. 2022 | 00:01 LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open
- maí. 7. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (19/2022)
- maí. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2022
- maí. 7. 2022 | 12:30 Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska
- maí. 7. 2022 | 06:45 PGA: Day leiðir e. 2. dag Wells Fargo
- maí. 7. 2022 | 06:00 LET: Koivisto efst e. 2. dag Madrid Open
- maí. 6. 2022 | 23:00 NGL: Bjarki bestur íslensku kylfinganna á Barncancerfonden Open
- maí. 6. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Long í forystu e. 2. dag á The Belfry
- maí. 6. 2022 | 18:00 Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur Kristins íþróttakona ársins hjá EKU
- maí. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Dean Larsson – 6. maí 2022