Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2013 | 15:00

Heimslistinn: Horschel í 49. sæti

 

Vegna sigur síns á Zurich Classic fer Billy Horschel upp um 42 sæti á heimslistanum, fer úr 91. sætinu upp á topp-50, þ.e. í 49. sæti heimslistans!

21 árs undradrengur á japönsku mótaröðinni Hideki Matsuyama fer upp um álíka mörg sæti og Horschel eða 41 þ.e. úr 149. sæti heimslistans í það 108. vegna sigur síns á Tsuruya Open nú um helgina, en þetta er 2. sigur Matsuyama á stuttum tíma á japanska PGA.

Ástralinn Brett Rumford sem sigraði á Ballantine´s Open, móti Evrópumótaraðarinnar á Blackstone golfvellinum í Icheon í Suður-Kóreu hlýtur að vera hástökkvari vikunnar á heimslistanum en hann fer úr 237. sætinu upp í 122. sætið eða upp um heil 115 sæti.

Kínverski strákurinn 14 ára Guan Tianlang, sem enn er áhugamaður er engu að síður kominn í 1093. sætið á heimslista atvinnumannanna, m.a. vegna þátttöku sinnar og góðs árangur að komast í gegnum niðurskurð í 2 PGA mótum the Masters risamótsins og Zurich Classic!

Annars er staða efstu kylfinga á topp-10 heimslistans að mestu óbreytt: Tiger er efstur í 1. sæti; Rory er í 2. sæti; Adam Scott er í 3. sæti; Justin Rose er í 4. sæti og Luke Donald er í 5. sæti.

Til þess að sjá heimslistann í heild

(Gamall heimslisti frá því í síðustu viku – nýr verður birtur um leið og hann kemur)