Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2013 | 14:00

Hvernig fjölskylda Billy Horschel fagnaði 1. PGA sigri hans!!!

Billy Horschel 26 ára fagnaði 1. PGA Tour sigri sínum í gær, 28. apríl 2013  á Zurich Classic, í New Orleans, Louisiana.

Hann ólst upp í Grant-Valkaria í Flórída (íbúar um 3850) sonur byggingarverktaka.  Öll fjölskylda Billy fylgdist með sigri hans í gær, Billy eldri pabbi hans, Kathy mamma Billy yngri og 4 aðrir fjölskyldumeðlimir.

Líkt og gert er á Kraft Nabisco risamótinu hjá konunum fögnuðu þau sigri sonarins með því að henda sér út í sundlaugina þegar sigurinn lá fyrir.

„Við hentum okkur út í laugina vegna þess að við vissum að Billy myndi ekki gera það þarna á TPC Louisiana, þar sem allar tjarnir eru fullar af krókódílum. Við stukkum hins vegar í fötum og skóm og öllu og síðan opnuðum við kampavínið!“ sagði fjölskyldan glöð í bragði.

Horschel fjölskyldan henti sér út í sundlaugina af gleði eftir að Billy Horschel vann á Zurich Classic!!!

Horschel fjölskyldan henti sér út í sundlaugina af gleði eftir að Billy Horschel vann á Zurich Classic!!!

Billy Horschel er stoltur af bakgrunni sínum og fjölskyldu sem barist hefir í bökkum til að ná endum saman allt sitt líf. Á s.l. 4 mótum hefir Billy verið T-2, T-3 og T-9 og nú sigraði hann í gær. Þar með er hann 3. í röðinni á eftir Tiger Woods og Brandt Snedeker á FedExCup stigalistanum, fær þátttökurétt í Players og einnig the Masters risamótinu á næsta ári!!!! Hann er stöðugasti leikmaður PGA Tour, búinn að ná niðurskurði 23 sinnum í röð. Þetta er töluverð umbreyting frá árinu 2012 þegar hann var ekki einu sinni með fullan þátttökurétt á PGA Tour.

„Ég er stoltur af uppruna mínum“ sagði Horschel, þegar hann hélt til „Big Easy“ til þess að halda upp á sigurinn í gærkvöldi. „Fólkið heima hjálpaði mér þegar ég var lítill og hjálpaði mér að ná þeim stað í lífinu, sem ég er á nú. Sumir eru hér enn, aðrir eru dánir, en þeir vita allir hverjir þeir eru.“

Billy Horschel eldri., sem nú er 61 árs, er meðal þeirra sem Billy yngri á mest að þakka. Áður en Billy yngri fékk að spila á golfvelli staðarins var pabbinn boðinn og búinn að kenna honum. Þegar Billy yngri var spurður hvaðan hann hefði andlegan styrk sinn stóð ekki á svarinu… það hefði hann frá föður sínum.

Aðspurður svaraði pabbinn þessu á sömu lund. „Ég var alltaf strangur og Horschel fjölskyldan er með mikið keppnisskap. En á milli sjálfs mín og Buddy Alexander, þá er það líklega ég sem hef mótað hann að því sem hann er nú,“

Alexander er þjálfari karlaliðs University of Florida, eins besta háskóla í Flórída þar sem Billy yngri stundaði nám og spilaði golf í 4 ár.  Alexander sagðist hafa látið betri leikmann fara og hafa valið Billy í lið sitt „þar sem það var einfaldlega eitthvað við hann sem skar sig úr.“ Hluti af því er þessi fræga andlega harka sem Billy Horschel býr yfir, sem er  nauðsynlegur hluti af því sem þarf að hafa til að bera til þess að verða frábær kylfingur.

Sem nýliði í UF var Bill All-American. Sem 2. árs nemi spilaði hann í Walker Cup liði f.h. Bandaríkjanna ásamt þeim Rickie Fowler, Dustin Johnson, Kyle Stanley and Webb Simpson.  Þegar hann vann Rory McIlroy í tvímenningi á Royal County Down fannst honum ekki mikið til koma. „Ef þið spyrjið Billy myndi hann segja að hann hefði verið nákvæmlega jafngóður kylfingur og Rory í háskóla,“ sagði Alexander.

Chris DiMarco skólabróðir Horschel úr UF sagði að hann (Billy) væri svo góður að það væri fáránlegt. „Það er ekki nokkur með betri sveiflu á túrnum en hann – það er ekki betri kylfingur á jarðarkringlunni í augnablikinu.“