LPGA: Inbee Park sigraði á North Texas LPGA Shootout
Það var nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Inbee Park frá Suður-Kóreu sem stóð uppi sem sigurvegari á North Texas LPGA Shootout. Inbee spilaði á samtals 13 undir pari, 271 höggi (67 70 67 67) og hlaut í verðlaunafé $ 195.000,- Í 2. sæti varð forystukona gærdagsins Carlota Ciganda frá Spáni á samtals 12 undir pari, aðeins 1 höggi á eftir Inbee. Í 3. sæti varð svo „norska frænka okkar“ Suzann Pettersen á samtals 10 undir pari. Til þess að sjá úrslitin á North Texas LPGA Shootout SMELLIÐ HÉR:
NÝTT!!!: Golf1.is á þýsku!
Í dag birtast fyrstu golffréttirnar á þýsku í nýjum þýskum hluta Golf1.is og mun þetta vera í fyrsta sinn sem golffréttir á þýsku eru birtar með reglulegum hætti á íslenskum miðli. Það eina sem þarf að gera til þess að komast á þýska hluta Golf1.is er að smella á þýska fánann á forsíðu Golf1.is Þann 26. október 2011 var í tilraunaskyni hafist handa við að skrifa golffréttir á ensku á Golf1.is Nú bætast við golffréttir um golf á Íslandi á þýsku og er Golf1.is því eini golffréttavefurinn, sem skrifar golffréttir á 3 tungumálum: íslensku, ensku og þýsku. Áhugi erlendra kylfinga á Íslandi og íslenskum golfvöllum er nefnilega mikill, sem sést Lesa meira
PGA: Billy Horschel er sigurvegari á Zurich Classic með lokahring upp á 64 högg!
Það var bandaríski kylfingurinn Billy Horschel sem vann sinn fyrsta sigur á PGA mótaröðinni nú í kvöld þegar hann innsiglaði sigur sinn með glæsilokahring upp á 64 högg á Zurich Classic. Samtals lék Horschel á 20 undir pari, 268 höggum (67 71 66 64). Á lokahringnum lék hann sem segir á 8 undir pari, fékk 9 fugla, 8 pör og 1 skolla. Billy Horschel er 26 ára Flórídabúi og sjá má kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: Aðeins 1 höggi á eftir Horschel í 2. sæti varð DA Points á samtals 19 undir pari, 269 höggum (66 68 70 65). Í 3. sæti varð Kyle Stanley Lesa meira
GL: Karl Ómar Karlsson ráðinn íþróttastjóri Golfklúbbsins Leynis
Karl Ómar Karlsson hefur verið ráðinn íþróttastjóri hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi og mun hann hafa yfirumsjón með þjálfun barna- og unglinga hjá GL og vera golfkennari GL. Karl Ómar hefur verið íþróttastjóri GL undanfarin ár og var samningur við hann endurnýjaður í apríl. Karl Ómar hefur byggt upp öflugt og metnaðarfullt starf síðustu ár og bindur GL miklar vonir við að byggja enn frekar ofan á þá góðu vinnu. Karl Ómar er PGA menntaður þjálfari frá Svíþjóð en hann lauk HGTU golfkennaranámi í Svíþjóð árið 2003 og hefur sótt ýmis námskeið á vegum norska- og sænska golfsambandsins ásamt því að koma að kennslu, þjálfun og liðstjórn fyrir Golfsamband Íslands. Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Adam Scott (5. grein af 5)
Fyrir nákvæmlega 2 vikum eignuðust Ástralar sinn fyrsta Masters risamótsmeistara: Adam Scott. Hér fer síðasta af 5 greinum til kynningar á Scott og er nú farið yfir feril hans s.l. 2 ár: Árið 2011 í ferli Adam Scott Scott náði besta árangri sínum í risamóti fram til þess tíma þegar hann varð jafn öðrum í 2. sæti á the Masters 2011 saman með landa sínum Jason Day, en þeir báðir voru 2 höggum á eftir sigurvegaranum Charl Schwartzel. Scott var einn í forystu á 71. holu, en 4 fuglar í röð frá Schwartzel urðu til þess að Scott tapaði með 2 höggum. Sigur á WGC-Bridgestone Invitational Þar sem Tiger Woods Lesa meira
Liebelei Lawrence tekur þátt í Big Break Mexico
Liebelei Lawrence, sem er með keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna, er einn þátttakenda í raunveruleika sjónvarpsþáttagolfkeppninni BigBreak Mexico, sem hefst í bandarísku sjónvarpi þ.e. Golf Channel, 13. maí n.k. Árið 2011 lék Liebelei í 15 mótum og varð 4 sinnum meðal efstu 30, en varð að fara aftur í Q-school. Hún komst þar í gegn og hlaut kortið sitt að nýju 2012 og varð tvívegis meðal efstu 30 í mótum það ár. Árið 2013 er hún með keppnisrétt að hluta og hefir fram að þessu aðeins spilað í 2 mótum. Stúlkan með fallega nafnið (Liebelei) er með mjög alþjóðlegan bakgrunn, en hún er fædd í Grikklandi, á gríska móður og bandarískan Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jiyai Shin – 28. apríl 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Jiyai Shin (Hangul: 신지애; hanja: 申智愛) en hún er fædd 28. apríl 1988 og á því 25 ára afmæli í dag! Jiyai gerðist atvinnumaður í golfi 2005, þá 17 ára og hefir á ferli sínum sigrað í 37 mótum þar af tvívegis á risamótum, þ.e. á Women´s British Open 2008 og 2012. Jiyai er ein af fáum kvenkylfingum sem setið hefir í 1. sæti á Rolex-heimslistanum, en sem stendur er hún í 7. sætinu. Aðrir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a. Sven Tumba Johannsson, 28. ágúst 1931 – 1. október 2011; Stephen Michael Ames 28. apríl 1964 (49 ára); John Daly 28. apríl 1966 (47 ára) ….. og Lesa meira
Evróputúrinn: Brett Rumford sigraði á 1. holu í 3 manna bráðabana á Ballantine´s með erni!
Ástralinn Brett Rumford sigraði á Ballantine´s Opne á Blackstone golfvellinum í Icheon, Suður-Kóreu. Rumford og landi hans Marcus Fraser og Skotinn Peter Whiteford voru allir á 11 undir pari, 277 höggum eftir 72 holu spil og því varð að koma til bráðabana milli þeirra þriggja. Rumford vann strax á 1. holu bráðabanans með glæsilegum erni! Í 4. sæti varð Frakkinn Romain Wattel á 9 undir pari og í 5. sætinu varð risamótssigurvegarinn fv. Louis Oosthuizen á 8 undir pari. Til þess að sjá úrslitin á Ballantine´s 2013 SMELLIÐ HÉR:
Zurich Classic í beinni
Á fimmtudaginn hófst á TPC Louisiana vellinum, Zurich Classic of New Orleans mótið í Avondale, Louisiana, en mótið er hluti af PGA mótaröðinni. Meðal heimsklassakylfinga, sem þátt taka í mótinu eru Justin Rose, Keegan Bradley, Thorbjörn Olesen, Ernie Els, Nicolas Colsaerts og 14 ára golfundrið Guan Tianlang, sem er yngsti kylfingur til að hafa keppt á the Masters risamótinu, komist í gegnum niðurskurðinn þar og líka í Zurich Classic. Tiger er ekki með, en hann tekur sér yfirleitt 3 vikna frí eftir the Masters risamótið. Nú fyrir lokahringinn er bandaríski kylfingurinn Lucas Glover í forystu. Spurning hvort honum tekst að sigra í fyrsta sinn síðan á Wells Fargo mótinu 8. Lesa meira
Golfreglur: Leitað að bolta og hann þekktur
Nú þegar golftímabilið fer að hefjast og kylfingar landsins streyma á golfvellina, sem fara að opna hver á fætur öðrum í næsta mánuði þá er e.t.v. rétt að rifja upp golfreglurnar. Það verður gert hér á Golf1 í raunhæfum dæmum, sem kylfingar geta glímt við en svörin eru jafnframt gefin upp við hverri spurningu. Raunhæft dæmi: Í höggleikskeppni slær keppandi teighöggi sínu í vatnshindrun. Hann finnur bolta sinn í vatnshindruninni og fjarlægir part af laufi af boltanum til þess að sjá hvort þetta sé boltinn hans. Hann kemst að því að þetta er ekki bolti hans. Eftir 3 mínútur hefir keppandinn ekki enn fundið bolta sinn og fer að skv. Lesa meira










