Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2013 | 17:00

Golfútbúnaður: Nýr bleikstimplaður Titleist bolti

Nú með komandi sumri hefir Titleist tilkynnt að það hafi framleitt takmarkað upplag af bleikstimpluðum Titleist Pro V1 golfboltum.

Þó að talan á boltanum og örin á hlið boltans sé með nýjum lit þá er boltinn í öllu öðru tilliti líkur öðrum þriggjalaga Titleist  Pro V1 boltum.

Hann hefir sama kjarnann og innra lag og svartstimplaði 2013 Pro V1 boltinn þ.á.m. urethane lagið og 352 doppu mynstrið.

Til þess að fræðast nánar um Titleist Pro V1 og Pro V1x bolta er kjörið að lesa eftirfarandi grein eftir Jim Achenbach SMELLIÐ HÉR: 

Bleikstimplaði Pro V1 boltinn fæst einungis tölusettur frá 1-4 og kosta 12 stk. $47.99  í Bandaríkjunum.