Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2013 | 13:00

Metþátttökuumsóknir á US Open – alls 9860!!!

Fyrir nokkrum dögum tilkynnti bandaríska golfsambandið (USGA) að það hefði fengið nýjan fjölda metþátttökuumsókna á Opna bandaríska 2013, sem í ár fer fram 13.-16. júní á Austurvelli Merion golfklúbbsins, í Ardmore, Pennsylvaníu í Bandaríkjunum.

Alls hyggjast 9860 reyna við að spila í mótinu sem er ný metþátttaka og slær við gamla þátttökuumsóknar metinu frá 2009 þegar 9086 þreyttu úrtökumót til þess að hljóta tækifæri að spila á einu vinsælasta risamótinu. Þá (þ.e. 2009) var spilað á Bethpage Black golfvellinum í Farmingdale, New York.

Þetta er í 5. sinn sem Opna bandaríska risamótið fer fram á Merion. Til þess að teljast hæfur til að spila á Opna bandaríska verða keppendur að vera með fogjöf ekki hærri en 1,4 eða vera atvinnumenn.

Undanúrtökumótið er 18 holu og fer fram á 111 stöðum í Bandaríkjunum 3.-16. maí n.k.

Úrtökumótið sjálft er síðan 36 holu og fer fram á 2 stöðum utan Bandaríkjanna þ.e. 27. maí í Japan og í Englandi) og 3. júní á 11 stöðum í Bandaríkjunum allt frá New York til Kaliforníu.

Sá sem á titil að verja, sigurvegari Opna bandaríska 2012, Webb Simpson, hlýtur að sjálfsögðu sjálfkrafa rétt til þátttöku í Opna bandaríska en jafnframt eru það sigurvegarar s.l. 10 ára þ.e.:  Ángel Cabrera (2007), Michael Campbell (2005), Ernie Els (1994, 1997), Jim Furyk (2003), Lucas Glover (2009), Retief Goosen (2001, 2004), Graeme McDowell (2010), Rory McIlroy (2011), Geoff Ogilvy (2006) og Tiger Woods (2000, 2002, 2008).

Meðal þeirra sem þreyta úrtökumótin í ár eru umsækjendur frá öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna, District of Columbia, Puerto Rico og frá alls 73 erlendum ríkjum.