Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2013 | 05:00

Ólafur Björn komst ekki í gegnum úrtökumót fyrir Opna bandaríska

Ólafur Björn Loftsson, NK, tók í gær þátt í úrtökumóti fyrir Opna bandaríska risamótið, sem að þessu sinni fer fram  á Austurvelli Merion í Ardmore, Pennsylvaníu. Úrtökumótið sem Ólafur Björn valdi sér að taka þátt í var haldið í Edgemont Country Club, í Sissionville í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum. Ólafur Björn var 2 höggum frá því að komast á næsta stig úrtökumótsins, spilaði á 72 höggum en efstu 5 komust áfram á næsta stig. Þeir sem efstir voru og komust áfram voru:  Bryan Pierce frá Kaliforníu (67); Drew Ernst frá Suður-Karólínu (69); Lawrence Largent, frá Tennessee (70); Paul Saad, Kentucky (70) og Lanto Griffin frá Virginíu (70). Á facebook síðu sína Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2013 | 14:00

Golfreglur: Æfing

Nú þegar golftímabilið fer að hefjast og kylfingar landsins streyma á golfvellina, sem fara að opna hver á fætur öðrum í þá er e.t.v. rétt að rifja upp golfreglurnar. Það verður gert hér á Golf1 í raunhæfum dæmum, sem kylfingar geta glímt við en svörin eru jafnframt gefin upp við hverri spurningu. Raunhæft dæmi: Í höggleikskeppni er einn leikmaðurinn að bíða eftir að geta slegið inn á flöt vegna hollsins á undan. Honum leiðist biðin þannig að hann droppar öðrum bolta en þeim sem er í leik hjá honum á brautina og fer að  æfa púttin, þannig að hann púttar bolta sínum tvisvar, þ.e. tekur tvær púttstrokur á braut. Hvernig Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Arnór Ingi Finnbjörnsson – 9. maí 2013

Það er Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR, sem er afmæliskylfingur dagsins. Arnór Ingi fæddist 9. maí 1989 og er því 24 ára. Arnór er við nám og spilar golf með Belmont Abbey háskólanum í Charlotte, Norður-Karólínu. Meðal helstu afreka Arnórs Inga í golfinu er að verða Íslandsmeistari í holukeppni 2011.Hér má komast á Facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn:   Arnór Ingi Finnbjörnsson · 24 ára Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Harry Vardon, (f. 9. maí 1870 – d. 20. mars 1937);  Betty Jameson, 9. maí 1919 – 7. febrúar 2009) (Hún var einn af stofnendum LPGA); Sam Adams 9. maí 1946  (67 ára);  John Mahaffey 9. maí Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2013 | 10:00

Svölustu kylfingar allra tíma

Golf Digest hefir tekið saman lista yfir svölustu kylfinga allra tíma. Hver skyldi nú vera sá svalasti? Er það Tiger, eða kannski Fred Couples, sem oftar en ekki er uppnefndur „Cool Cat“ af golffréttamönnum vestra, Adam Scott eða Seve Ballesteros? Og hver er svalasti kvenkylfingurinn? Svörin koma e.t.v. einhverjum á óvart. Svölustu kylfingar allra tíma eru taldir upp ásamt myndum af þeim og má sjá með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2013 | 07:30

Eagle – Ný golfverslun á Akureyri

Á laugardaginn s.l., 4. maí 2013  kl. 10:00 opnaði ný golfverslun á Akureyri, sem fengið hefir nafnið Eagle. Golfvöruverslunin nýja er til húsa á Strandgötu 9. Á laugardaginn var mikið af glæsilegum opnunartilboðum m.a. 20% afsláttur að öllum ZO-ON fatnaði, byrjendasett fengust á 29.900 kr og Pinnacle gold (3-pack), 790 kr. Þetta eru mikilvægar umbætur fyrir kylfinga Norðanlands, því golfvöruverslun hefir sárlega vantað. En er ekki svolítið merkilegt að opna golfvöruverslun þegar allt er enn á kafi í snjó?  Því er skemmtilega svarað á Facebook síðu Eagle, sem um er að gera að setja LIKE á, en komast má á síðuna með því að SMELLA HÉR:  Þar segir einfaldlega að tímabilið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2013 | 07:00

LET: Turkish Airlines Ladies Open hófst í dag

Í dag hófst á golfvelli National Golf Club í Belek, Antalyu í Tyrklandi Turkish Airlines Ladies Open. Aðeins nokkrar eru farnar út og því fjölmargar sem eiga eftir að ljúka leik. Þegar þetta er ritað (kl. 6:55) hefir enska golfdrottningin Laura Davies tekið forystuna á 3 undir pari, en á eftir að spila 3 holur og í 2. sæti er nýliðinn Margarita Ramos frá Mexíkó; hún á líka eftir að klára 3 holur og er á 2 undir pari. Staðan á eflaust eftir að breyta eftir því sem líður á daginn. Til þess fylgjast með stöðunni á 1. degi Turkish Airlines Ladies Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2013 | 20:45

Bandaríska háskólagolfið: Kassandra Komma fór tvisvar holu í höggi á sama hring

Í síðustu viku fór efstibekkingurinn Kassandra Komma í Oakland University í Bandaríkjunum tvívegis holu í höggi á fyrri 9 R&S Sharf golfvallarins í Rochester Hills, Michigan. Hún fékk ása sína á 3. holuna sem er 177 yarda (162 metra) og á 7. holu sem er 108 yarda (99 metra). Komma, sem er 23 ára frá Þýskalandi var á 3 undir pari, 69 höggum, sem er glæsilegt í ljósi þess að besti hringur hennar fram til þessa á Oakland voru 72 högg. „Í seinna skiptið sem ég fór holu í höggi, þá vissi ég ekki hvað ég ætti að gera,“ sagði Komma í viðtali við Detroit Free Press. „Ég byrjaði að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2013 | 20:00

Minningarsjóður Harðar Barðdal kynntur

Í dag var kynntur Minningarsjóður Harðar Barðdal til styrktar fötluðum kylfingum í Golfklúbbnum Keili. Sjá nánar um sjóðinn með því að SMELLA HÉR:  Hörður Barðdal var einn helsti hvatamaður að stofnun GSFÍ í byrjun síðasta áratugar. Var það einlægur ásetningur hans að hvetja fatlaða til golfæfinga og að auka aðgengi og áhuga þeirra á golfíþróttinni. Sjóðinn stofnuðu móðir Harðar og dætur hans, í samvinnu við GSÍ og ÍF, u.þ.b. ári eftir fráfall Harðar, sem var í ágúst 2009. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum  fór fram í Hraunkoti í dag,  8. maí 2013, en þar hefur markmið verið sett á að sem flestir úr röðum fatlaðra muni geta tileinkað sér betri golftækni á sem auðveldastan hátt. Stofnendur GSFÍ eru Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2013 | 14:00

Golfreglur: Mávurinn á the Players 1998

Eitt frægasta atvik á par-3 17. brautinni frægu á the Players mótinu var árið 1998 þegar mávur stal golfbolta Steve Lowery, sem búinn var að hitta flötina. Mávurinn tókst síðan á loft með boltann í goggi sér og missti hann í vatnið, sem er umhverfis hálfeyjuna. Lowery fékk að leggja boltann aftur á þann stað sem hann var upphaflega á skv. reglu 18-1, en þar segir: „Ef bolti er hreyfður úr kyrrstöðu af einhverju óviðkomandi er það vítalaust og leggja verður boltann aftur á sinn fyrri stað.“ Mávurinn var svo sannarlega eitthvað óviðkomandi á golfvelli og atvikið fest á filmu. Sjá má mávauppákomuna frægu með því að SMELLA HÉR:  Sjá má umfjöllun um Lesa meira