Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2013 | 07:00

LET: Turkish Airlines Ladies Open hófst í dag

Í dag hófst á golfvelli National Golf Club í Belek, Antalyu í Tyrklandi Turkish Airlines Ladies Open.

Aðeins nokkrar eru farnar út og því fjölmargar sem eiga eftir að ljúka leik.

Þegar þetta er ritað (kl. 6:55) hefir enska golfdrottningin Laura Davies tekið forystuna á 3 undir pari, en á eftir að spila 3 holur og í 2. sæti er nýliðinn Margarita Ramos frá Mexíkó; hún á líka eftir að klára 3 holur og er á 2 undir pari.

Staðan á eflaust eftir að breyta eftir því sem líður á daginn.

Til þess fylgjast með stöðunni á 1. degi Turkish Airlines Ladies Open SMELLIÐ HÉR: