Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2013 | 20:45

Bandaríska háskólagolfið: Kassandra Komma fór tvisvar holu í höggi á sama hring

Í síðustu viku fór efstibekkingurinn Kassandra Komma í Oakland University í Bandaríkjunum tvívegis holu í höggi á fyrri 9 R&S Sharf golfvallarins í Rochester Hills, Michigan.

Hún fékk ása sína á 3. holuna sem er 177 yarda (162 metra) og á 7. holu sem er 108 yarda (99 metra).

Komma, sem er 23 ára frá Þýskalandi var á 3 undir pari, 69 höggum, sem er glæsilegt í ljósi þess að besti hringur hennar fram til þessa á Oakland voru 72 högg.

„Í seinna skiptið sem ég fór holu í höggi, þá vissi ég ekki hvað ég ætti að gera,“ sagði Komma í viðtali við Detroit Free Press. „Ég byrjaði að tárast vegna þess að það var ekki nokkur leið að ég gæti náð annarri. Það er víst hægt að segja að ég hafi átt góðan hring …. svo ekki sé meira sagt.“

Í síðasta mánuði var Komma T-10 á Summit League Championship með hringi upp á 84-81-79.  Hún var valin second team all-conference og meðalskor hennar upp á 79 högg er í 6. sæti í deildinni.

Hér má sjá frekar slæmt myndskeið (hreyft) af því þegar Komma fór í 2. sinn holu í höggi og „fagni“ hennar  SMELLIÐ HÉR: 

Hér má loks sjá glæsilegt skorkort Kassöndru með ásunum tveimur (ekki oft sem maður sér svoleiðis skorkort!):

Glæsilegt skorkort Kassöndru.

Glæsilegt skorkort Kassöndru.