Afmæliskylfingur dagsins: Raphaël Jacquelin – 8. maí 2013
Afmæliskylfingur dagsins er franski kylfingurinn Raphaël Jacquelin. Raphaël fæddist 8. maí 1974 í Lyon í Frakklandi og er því 39 ára. Raphaël gerðist atvinnumaður í golfi 1995 eftir að verða franskur meistari. Raphaël hóf ferilinn á Áskorendamótaröðinni. Árið 1997 sigraði hann tvívegis og varð í 4. sæti á peningalistanum þannig að hann komst á Evrópumótaröðina 1998. Það var samt ekki fyrr en í 238. mótinu sem hann tók þátt í á Evrópumótaröðinni að hann vann fyrsta sigur sinn. Það var árið 2005 á Open de Madrid. Hann vann í 2. sinn, 2007 á BMW Asian Open. Besti árangur hans á stigalista Evrópumótaraðarinnar (Order of Merit) var 20. sætið árið 2003. Árið Lesa meira
Tiger hífaður með Vonn á Met Gala
Fyrsta opinbera kvöld Tiger og kærestu hans Lindsey Vonn gekk ekki snurðulaust fyrir sig í New York. Þau gengu eftir rauða dreglinum innan um annað frægt fólk í gær, sem komið var á hið árlega Costume Institute Gala í Metropolitan Museum of Art í NYC og héldu síðan niður í bæ í partý í Boom Boom Room á toppi Standard hótelsins. Til þess að sjá 100 myndir af öðrum stjörnum (mynd Tiger og Vonn er nr. 25) SMELLIÐ HÉR: Vonn, 28 ára, var glæsileg í löngum hvítum kjól með háum klaufum að framan þegar hún stýrði hinum 37 ára kylfingskæresta sínum í gegnum samkomu fræga fólksins, en meðal viðstaddra voru (Leonardo Dicaprio, Anne Hathaway, Amanda Lesa meira
GHG: Gufudalsvöllur opnar í dag
Gufudalsvöllur ein af perlum golfsins hér á landi opnar í dag, miðvikudaginn 8. maí 2013 fyrir almenna umferð. Völlurinn kemur fínn undan vetri og hafa hlýindin undanfarna daga aldeilis gefið trukk í sprettuna. GHG býður kylfinga velkomna á Gufudalsvöll. Heimild: ghg.is.
The Players 2013 nálgast
Ponte Vedra Beach, Florida – THE PLAYERS Championship, TPC Sawgrass Stadium Course – þegar maður heyrir þessi nöfn fer hjartað óneitanlega að slá hraðar …. hjá mörgum atvinnumönnum sekkur hjartað í buxurnar. En líklega stendur engum alvöru kylfingum á sama um meistaraverk Pete Dye. Þess mætti geta að niðurstöður, sem Golf 1 vann úr viðtölum sem tekin hafa verið við íslenska kylfinga, sýna að TPC Sawgrass er annar af 2 uppáhaldsgolfvöllum íslenskra kylfinga erlendis – hinn er St. Andrews Old Course í Skotlandi – sjá með því að SMELLA HÉR: The Players Championship hefst nú á fimmtudaginn og er mótið oft nefnt 5. risamótið – svo hátt er verðlaunaféð… 9.5 Lesa meira
Obama berst við repúblíkana …. á golfvellinum
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, var í pólítískum slag…. á golfvellinum í gær. Hann spilaði 18 holur með öldungadeildarþingmönnunum Saxby Chambliss frá Georgíu og Bob Corker frá Tennessee, sem eru repúblíkana meginn. Í liði Obama var Mark Udall demókrata öldungadeildarþingmaður frá Colorado. Þeir 4 spiluðu á 6.759 yarda langa Suður-völl Andrews Air Force, sem er rétt hjá Camp Springs í Maryland. Obama og Udall töpuðu fyrir Chambliss og Corker og þar réði mestu ásinn sem Chambliss fékk á par-3 11. holu Andrews Air Force vallarins, sem er 190 yarda (174 metrra) af öftustu teigum.
Gulbis tvítar mynd af sér frá Hawaii
LPGA-kylfingurinn Natalie Gulbis er þessa dagana að slappa af í Hawaii. Hún notar fríið til þess að stunda köfun. Hún tvítaði meðfylgjandi mynd af sér, sem tekin var áður en haldið var af stað í köfunarleiðangurinn:
Afmæliskylfingur dagsins: Henrik Bjørnstad – 7. maí 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Norðmaðurinn Henrik Bjørnstad. Hann fæddist 7. maí 1979 og er því 34 ára í dag. Bjørnstad er fyrsti kylfingur Norðmanna til þess að spila á PGA Tour en hann varð í 13. sæti á Q-school PGA 2005. Áður spilaði Bjørnstad á Evróputúrnum 1999 og 2001-2004. Fyrsta keppnistímabilið náði hann niðurskurði í 17 mótum af 31 sem hann spilaði í og varð 1 sinni meðal 10 efstu. Þessi árangur varð til þess að hann varð í 152. sæti á peningalista PGA Tour. Árið 2007-2009 spilaði Bjørnstad mestmegnis á Nationwide Tour. Árið 2009 tryggði Bjørnstad sér enn keppnisrétt á PGA Tour með því að verða meðal 25 efstu á peningalista Nationwide Tour. Lesa meira
Gareth Maybin með fallegt golfhögg
Norður-írski kylfingurinn, Gareth Maybin slær alveg hreint frábært golfhögg frá „flotgríni“ undan ströndum Dunluce kastala á Írlandi og á grín sem þar var búið að koma fyrir. Myndskeiðið var unnið af Norður-írska ferðamálaráðinu. Hér má sjá myndskeiðið af fallegu golfhöggi Gareth Maybin SMELLIÐ HÉR:
Golfreglur: Golfbolti finnst ekki… fyrr en ofan í holu
Nú þegar golftímabilið fer að hefjast og kylfingar landsins streyma á golfvellina, sem fara að opna hver á fætur öðrum í þá er e.t.v. rétt að rifja upp golfreglurnar. Það verður gert hér á Golf1 í raunhæfum dæmum, sem kylfingar geta glímt við en svörin eru jafnframt gefin upp við hverri spurningu. Raunhæft dæmi: Leikmaður sem slegið hefir aðhögg að flöt finnur ekki boltann sinn. Hann setur annan bolta í leik, en sér síðan að upphaflegi boltinn hans hefir lent ofan í holu. Hvernig dæmist? A. Skorið með upprunalega boltanum gildir. B. Leikmaðurinn verður að ljúka leik með seinni boltanum og það skor gildir. C. Leikmaðurinn fær 2 högg í Lesa meira
Evróputúrinn: Anders Hansen á högg marsmánaðar
Það var frábær örn danska kylfingsins Anders Hansen á Maybank Malaysian Open sem var valið högg marsmánaðar á Evrópumótaröðinni. Höggið hlaut 31% atkvæða í netkosninga og hafði þar með betur en högg Liang Wenchong frá Kína og Ítalans Edoardo Molinari. Töfrastund Hansen kom þegar á 1. hring Maybank Malaysian Open í Kuala Lumpur Golf and Country Club eftir að hann ýtti boltanum til hægri í kargann á 2. holu og átti eftir eftir langt aðhögg á þessari 444 yarda löngu par-4 holu. Það vafðist þó ekki mikið fyrir Hansen sem sendi boltann inn á miðja flöt og beint ofan í holu fyrir glæsierni! Hansen lauk síðan keppni í 3. sæti Lesa meira










