Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2013 | 07:30

Eagle – Ný golfverslun á Akureyri

Á laugardaginn s.l., 4. maí 2013  kl. 10:00 opnaði ný golfverslun á Akureyri, sem fengið hefir nafnið Eagle.

Golfvöruverslunin nýja er til húsa á Strandgötu 9.

Á laugardaginn var mikið af glæsilegum opnunartilboðum m.a. 20% afsláttur að öllum ZO-ON fatnaði, byrjendasett fengust á 29.900 kr og Pinnacle gold (3-pack), 790 kr.

Þetta eru mikilvægar umbætur fyrir kylfinga Norðanlands, því golfvöruverslun hefir sárlega vantað.

En er ekki svolítið merkilegt að opna golfvöruverslun þegar allt er enn á kafi í snjó?  Því er skemmtilega svarað á Facebook síðu Eagle, sem um er að gera að setja LIKE á, en komast má á síðuna með því að SMELLA HÉR: 

Þar segir einfaldlega að tímabilið byrji seint en endi seint líka!!! 🙂