Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2013 | 11:00

GL: Búi og Stefán Orri voru á besta skorinu í 1. undanmóti Frumherjabikarsins

Í gær fór fram 1. undanmót Frumherjabikarsins á Garðavelli uppi á Akranesi.  Helstu úrslit urðu eftirfarandi: Höggleikur með forgjöf 1. Búi Örlygsson 67 högg 2. Ægir Þór Sverrisson 67 högg 3. Ólafur Grétar Ólafsson 68 högg   Besta skor án forgjafar Stefán Orri Ólafsson 78 högg   Næst holu 3. braut Alfreð Örn Lilliendahl 8. braut Búi Örlygsson 14. braut Jóhann Þór Sigurðsson 18. braut Rafnkell K. Guttormsson Vinningshafa geta nálgast vinninga á skrifstofu GL. 76 keppendur mættu til leiks í góðu veðri í gær.   Frumherjabikarinn – Holukeppni Þeir sem komast áfram í 32 manna úrslit eru eftirfarandi:  Búi Örlygsson – Oddur Pétur Ottesen Davið Búason – Hannes Marinó Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2013 | 01:30

PGA: Tiger höggi á eftir Garcia

Þegar The Players er hálfnað er spænski kylfingurinn Sergio Garcia í forystu á samtals 11 undir pari, samtals 133 höggum (68 65) og Tiger Woods aðeins 1 höggi á eftir á samtals 10 undir pari, samtals 134 höggum (67 67). Þrír deila 3. sætinu á samtals 9 undir pari hver: Bandaríkjamaðurinn Kevin Chappell, Lee Westwood og Henrik Stenson. Í 6. sæti á samtals 8 undir pari eru einnig 3 kylfingar: Svíinn David Lingmerth, Casey Wittenberg og Ryan Palmer. Það er ekki fyrr en í 9. sæti sem við finnum ástralska sigurvegara the Masters í ár, Adam Scott en hann deilir 9. sætinu með Matt Kuchar, Zach Johnson og Hunter Mahan Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2013 | 22:10

Afmæliskylfingur dagsins: Tómas Freyr Aðalsteinsson – 10. maí 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Tómas Freyr Aðalsteinsson. Tómas Freyr  er fæddur 10. maí 1983 og á því 30 ára stórafmæli í dag!!!  Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins, til þess að óska honum til hamingju hér fyrir neðan Tómas Freyr Aðalsteinsson · 30 ára Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Jimmy Demaret, f. 10. maí 1910 – d. 28. desember 1983);  Mike Souchak, 10. maí 1927-10. júlí 2008);  Jarmo Sakari Sandelin, 10. maí 1967 (46 ára); Darry Lloyd, Sólskinstúr, 10. maí 1989 (24 ára);  Sandra Changkija, LPGA nýliði 10. maí 1989 (24 ára)  ………  og ………… Gunnar Johannsson F. 10. maí 1982 (31 árs) Þórhallur Arnar Vilbergsson F. 10. maí 1994 (19 ára) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2013 | 22:00

GKJ: Rafn Stefán Rafnsson var á besta skorinu á Opna maí II mótinu

Í gær fór fram í sumarblíðu Opna maí mótið II á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ. Þátttakendur voru 145 og 143 luku keppni. Rafn Stefán Rafnsson, GB, sigraði í höggleikshluta mótsins á 2 undir pari, 70 höggum.  Hann fékk m.a. 3 fugla í röð á seinni 9. Í 2. sæti urðu Páll Ólafsson, GK; Guðjón Reyr Þorsteinsson, GKJ og Jón Hilmar Kristjánsson, GKJ á 75 höggum, hver. Páll Ólafsson, GK, sigraði í punktakeppnishluta mótsins; var með 39 glæsipunkta.  Sighvatur Dýri Guðmundsson, GKG varð í 2. sæti á 38 punktum og í þriðja sæti urðu Þórhallur G. Kristvinsson, GKJ og Rafn Stefán Rafnsson, GB á 37 punktum. Sjá má úrslitin í höggleikshluta mótsins hér Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2013 | 21:30

GOS: Andri Páll með 48 punkta!

Klukkan 14:00 í gær, 9. maí 2013 var Svarfhólsvöllur á Selfossi formlega opnaður með Vallaropnunarmótinu. Andri Páll Ásgeirsson fór hreinlega á kostum og spilaði á 2 undir pari, 68 höggum og fékk 48 punkta fyrir vikið!! Stórkostleg spilamennska hjá þessum mjög svo efnilega kylfingi. Andri var með 11.1 í forgjöf fyrir mótið og fór niður í 8,7 eftir hringinn. Andri Páll er partur af Framtíðarhópi GOS og er ný kominn úr æfingarferð hópsins til Spánar. Andri hefur verið mjög duglegur að æfa síðustu árin og má segja að hann búi á vellinum. Úrslit mótsins: 1. Andri Páll Ásgeirsson,  48 punktar. 2. Sigursteinn Sumarliðason, 41 punktur einn besti hestamaður landins og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2013 | 11:55

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn á besta skori Wake Forest á NCAA svæðamótinu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og golflið Wake Forest taka þátt í NCAA Central svæðamótinu, sem fram fer í Jimmie Austin OU Golf Club, í Austin, Oklahoma dagana 9.-11. maí 2013.  Þátttakendur eru 126 frá 24 háskólum. Fyrsti hringurinn var leikinn í gær. Eftir 1. daginn er Ólafía Þórunn á besta skori Wake Forest, sléttu pari, 72 höggum en hún fékk 2 fugla, 14 pör og 2 skolla á hringnum í gær. Í einstaklingskeppninni er Ólafía Þórunn í 26. sæti. Golflið Wake Forest er í 17. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á NCAA Central svæðamótinu og fylgjast með gengi Ólafíu Þórunnar í kvöld SMELLIÐ HÉR 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2013 | 11:30

LET: Carlota Ciganda leiðir Turkish Airlines Ladies Open eftir 1. dag

Það er spænski kylfingurinn Carlota Ciganda, sem leiðir eftir 1. hring Turkish Airlines Ladies Open. Hún kom í hús í gær á 4 undir pari, 69 höggum; fékk 5 fugla og 1 skolla. Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Ciganda, þ.e. á 3 undir pari, 70 höggum,   voru 4 kylfingar: Sarah Kemp, Cecilie Lundgreen, Lee-Anne Pace og Carmen Alonso. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag og fylgjast með 2. hring, sem er þegar byrjaður SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2013 | 09:30

Hver er kylfingurinn: Roberto Castro?

Bandaríski PGA Tour kylfingurinn Roberto Castro leiðir óvænt á The Players mótinu, eftir 1. hring, en mótið hófst í gær.  Castro fæddist í Houston, Texas, 23. júní 1985 og er því 27 ára. Pabbi hans er frá Perú og mamma frá Costa Rica. Áhugamannsferill Castro spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði Georgia Tech. Meðan hann var við nám í Georgia Tech var hann útnefndur first-team All-American árið 2005, second-team All-American árið 2007 og honorable mention All-American árin 2004 og 2006. Hann var valinn í  All-Atlantic Coast Conference (ACC) liðið á hverju hinna 4 ára sem hann var í Georgia Tech og var valinn ACC nýliði ársins 2004. Hann vann einu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2013 | 07:00

Vijay Sing í mál við PGA… en spilar eftir sem áður á The Players

Flestir sem unna golfi voru slegnir þegar fréttist að ein af fyrirmyndunum golfsins, Vijay Singh frá Fidji-eyjum hefði notað ólögleg efni, sem væru á bannlista PGA Tour, en hér er átt við hreindýrahornsspreyið margnefnda. Í kjölfarið var Singh dreginn niður í svaðið og upp úr háði sbr. t.d. meðfylgjandi mynd af kappanum: Veltu menn fyrir sér framhaldinu og hvaða refsingu Vijay myndi fá í kjölfarið. Í síðasta mánuði kom síðan niðurstaðan frá PGA Tour að Vijay Singh hefði ekki gerst brotlegur við vímuvarnaráætlun mótaraðarinnar. Nú hefir Vijay höfðað mál fyrir dómi í NY gegn PGA Tour, vegna ærumeiðinga í sinn garð og vanhæfni PGA mótaraðarinnar að taka á máli sínu. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2013 | 05:30

PGA: Castro efstur – jafnaði vallarmetið á TPC Sawgrass – hápunktar og högg 1. dags

Bandaríski kylfingurinn Roberto Castro leiðir eftir 1. dag The Players mótsins í Flórída, sem hófst í gær. Hann jafnaði vallarmetið á TPC Sawgrass, kom í hús á 9 undir pari, 63 glæsihöggum.  Skorkortið var einkar glæsilegt en hann skilaði því „hreinu“ þ.e. fékk 1 örn, 7 fugla og 10 pör, m.ö.o. ekkert verra en par. Í 2. sæti, heilum 3 höggum á eftir Castro eru Rory McIlroy og Zach Johnson á 6 undir pari, 66 höggum. Hópur 6 kylfinga deilir síðan með sér 4. sætinu, en þeirra á meðal eru nr. 1 á heimslistanum Tiger Woods og Steve Stricker.  Þeir hafa allir spilað á 5 undir pari, 67 höggum, þ.e. Lesa meira