Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2013 | 14:00

Golfreglur: Mávurinn á the Players 1998

Eitt frægasta atvik á par-3 17. brautinni frægu á the Players mótinu var árið 1998 þegar mávur stal golfbolta Steve Lowery, sem búinn var að hitta flötina.

Mávurinn tókst síðan á loft með boltann í goggi sér og missti hann í vatnið, sem er umhverfis hálfeyjuna.

Lowery fékk að leggja boltann aftur á þann stað sem hann var upphaflega á skv. reglu 18-1, en þar segir: „Ef bolti er hreyfður úr kyrrstöðu af einhverju óviðkomandi er það vítalaust og leggja verður boltann aftur á sinn fyrri stað.

Mávurinn var svo sannarlega eitthvað óviðkomandi á golfvelli og atvikið fest á filmu.

Sjá má mávauppákomuna frægu með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má umfjöllun um golfregluna sem beitt var (18-1) með því að SMELLA HÉR: