Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2013 | 20:00

Minningarsjóður Harðar Barðdal kynntur

Í dag var kynntur Minningarsjóður Harðar Barðdal til styrktar fötluðum kylfingum í Golfklúbbnum Keili. Sjá nánar um sjóðinn með því að SMELLA HÉR: 

Hörður Barðdal var einn helsti hvatamaður að stofnun GSFÍ í byrjun síðasta áratugar.

Var það einlægur ásetningur hans að hvetja fatlaða til golfæfinga og að auka aðgengi og áhuga þeirra á golfíþróttinni.

Sjóðinn stofnuðu móðir Harðar og dætur hans, í samvinnu við GSÍ og ÍF, u.þ.b. ári eftir fráfall Harðar, sem var í ágúst 2009.

Fyrsta úthlutun úr sjóðnum  fór fram í Hraunkoti í dag,  8. maí 2013, en þar hefur markmið verið sett á að sem flestir úr röðum fatlaðra muni geta tileinkað sér betri golftækni á sem auðveldastan hátt.

Stofnendur GSFÍ eru Golfsamband Íslands og Íþróttasamband fatlaðra en markmið GSFÍ er að stuðla að aukinni þátttöku fatlaðra í golfíþróttinni.

Æfingar á vegum GSFÍ hafa verið í boði allt árið á æfingasvæði golfklúbbsins Keilis undir stjórn Jóhanns Hjaltasonar, golfkennara.