Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn & félagar í 5. sæti á Zach Johnson Inv.
Birgir Björn Magnússon, GK og félagar í Southern Illinois University (SIU), eða The Salukis, tóku þátt í Zach Johnson Invitational, dagana 26.-28. september sl. Mótið fór fram í West Demoins í Iowa og var gestgjafi Drake University. Birgir Björn lék á samtals 6 yfir pari, 219 höggum (72 72 75) og varð T-23 í einstaklingskeppninni. Hann fékk m.a. örn á lokadeginum. The Salukis urðu í 5. sæti í liðakeppninni og átti liðsfélagi Birgis Björns, Matthis Besard, þar stóran hlut að máli, því hann sigraði einstaklingskeppnina á samtals 12 undir pari. Farið var lofsamlegum orðum um Birgi Björn á vefsíðu SIU, m.a. sagt að hann hefði spilað stöðugt – Sjá með Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Þórdís Geirsdóttir – 1. október 2021
Það er Þórdís Geirsdóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Þórdís er fædd í Reykjavík 1. október 1965 og því 56 ára í dag. Þórdís er gift Guðbrandi Sigurbergssyni og á 3 syni: Sigurberg, Geir og Þráinn. Guðbrandur og Sigurberg eru líkt og Þórdís í GK og spila golf. Þórdís var aðeins 11 ára þegar hún byrjaði í golfi og strax 1976 gekk hún í Golfklúbbinn Keili í Hafnarfirði, sem hún hefir síðan verið í alla tíð. Þórdís segist hafa elt bræður sína, Lúðvík og Hörð út á golfvöll og ekki leið á löngu þar til hún hnuplaði kylfum frá þeim og fór að æfa sig. Það var stór og skemmtilegur Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur sigraði á Johnny Imes Inv.
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í EKU (Eastern Kentucky University) tóku þátt í Johnny Imes Invitational mótinu, sem fram fór dagana 27.-29. september sl. Mótsstaður var The Club at Hawthorne í Columbia, Missouri. Þátttakendur voru 76 frá 14 háskólum. Ragnhildur gerði sér lítið fyrir og sigraði í einstaklingskeppninni – STÓRGLÆSILEG!!!!! Sigurskor Ragnhildar var 12 undir pari, 204 högg (68 70 66). Lið EKU varð í 8. sæti í liðakeppninni. Örlítið viðtal var við Ragnhildi á vefsíðu EKU eftir sigurinn og má sjá það með því að SMELLA HÉR: Þar sagði Ragnhildur að „dagar sem þessir gerðu alla vinnnuna þess virði og hún myndi ekki vilja skipta á því og nokkru Lesa meira
Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur Franklín T-39 á Opna portúgalska
Tveir íslenskir kylfingar tóku þátt í Open de Portugal at Royal Óbidos, sem var mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu (ens.: Challenge Tour) dagana 23.-26. september sl. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR komst ekki í gegnum niðurskurð og munaði aðeins 1 ergilegu höggi að hann næði. Haraldur Franklín Magnús, GR náði hins vegar niðurskurði og varð T-39 í mótinu. Skor Haraldar var samtals 4 undir pari, 284 högg (70 72 75 67) – Eins og sjá má var lokahringurinn sérlega glæsilegur há Haraldi – lék á 5 undir pari og fékk 6 fugla og einn skolla. Sjá má lokastöðuna á Open de Portugal at Royal Óbidos með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Magnús M Norðdahl – 30. september 2021
Það er Magnús M Norðdahl, sem er afmæliskylfingur dagsins. Magnús er fæddur 30. september 1956 og á því 65 ára afmæli í dag. Komast má á facebooksíðu Önnu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Magnús M Norðdahl – Innilega til hamingju með 65 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Magnús M Norðdahl 30. september 1956 (65 ára); Kim Bauer, 30. september 1959 (62 ára); Anna Einarsdóttir, GA, 30. september 1964 (57 ára); Nadine Handford, 30. september 1967 (54 ára) ástralskur kylfingur frá Adelaide (1993 T77 Alpine Aust Ladies); Ragnheiður Elín Árnadóttir, 30. september 1967 (54 ára); Þot -Bandalagþýðendaogtúlka; Herdís Jónsdóttir … Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Daníel Ingi & félagar í 1. sæti á Beartooth Inv.
Daníel Ingi Guðjónsson, GV, og félagar í Rocky Mountain tóku þátt í Beartooth Invitational. Mótið fór fram Laurel, Montana, 27.-28. september sl. Þátttakendur voru 39 frá 5 háskólum. Daníel Ingi varð T-4; lék samtals á 4 yfir pari, 148 höggum (75 73). Minnst er á Daníel á vefsiðu skólans og sagt að hann sé að spila í 1. skipti eftir meiðsli – Sjá með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Daníels Inga og félaga hans í Rocky Mountain er 4. október n.k.
Afmæliskylfingur dagsins: Jessica Wilcox – 29. október 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Jessica Wilcox. Hún er fædd 29. október 1991 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Hún er í Blakeney golfklúbbnum í Englandi og spilaði á LET Access á sama tíma og Valdís Þóra Jónsdóttir. Jessica var ein af fáum starfandi golfkennurum í Miðausturlöndum þ.e. í Arabian Ranches Golf Club í Dubai. Hún er nýbúin að eignast litla dóttur og spilar því hvorki né kennir næstu mánuði. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: James Alexander Barclay, 29. október 1923 – d. 3. desember 2011 (hefði orðið 98 ára); Theodore James (Ted) Schulz, 29. október 1959 (62 ára); Madeline Ziegert, 29. október 1989 (32 Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Hulda Clara & félagar urðu í 2. sæti á Golfweek Red Sky Classic
Hulda Clara Gestsdóttir, GKG og félagar hennar í University of Denver tóku þátt í Golfweek Red Sky Classic mótinu. Mótið fór fram dagana 27.-28. september á Fazio golfvellinum í Red Sky golfklúbbnum í Wolcott, Colorado. Þátttakendur í mótinu voru 104 frá 20 háskólum. Hulda Clara varð T-67, lék á samtals 153 höggum (76 77). Hún spilaði með skólaliðinu, sem varð í 2. sæti í mótinu. Glæsileg byrjun hjá Íslandsmeistaranum okkar, Huldu Clöru Mótið átti eiginlega að vera 3 daga mót en 3. hringnum var aflýst vegna veðurs. Sjá má lokastöðuna á Golfweek Red Sky Classic með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagins: Perla Sól Sigurbrandsdóttir – 28. september 2021
Það er Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, sem er afmæliskylfingur dagsins. Perla Sól er fædd 28. september 2006 og á því 15 ára afmæli í dag. Hún varð m.a. Íslandsmeistari í flokki 14 ára og yngri telpna á Íslandsbankamótaröðinni 2018 og spilaði þá á „Mótaröð þeirra bestu) (þá Eimskipsmótaröðinni, út í Eyjum, þar sem hún var yngsti keppandinn eða 11 ára. Perla Sól sagði í viðtali það ár, að það hafi verið bróðir hennar, Dagbjartur, sem hafi dregið sig í golfið. Árið 2019, aðeins 12 ára varð Perla Sól Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni í stelpuflokki og sigraði í öllum mótum Íslandsbankamótaraðarinnar. Jafnframt varð hún T-17 í Íslandsmótinu í höggleik í kvennaflokki Lesa meira
LPGA: Nasa Hataoka sigraði á NW Wallmart Arkansas meistaramótinu
Það var japanski kylfingurinn Nasa Hataoka, (jap.: 畑岡奈紗), sem stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á LPGA; NW Wallmart Arkansas Championship. Hataoka lék á samtals 16 undir pari, 197 höggum. Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir varð Eun-Hee Ji frá Suður-Kóreu. Nasa Hataoka er fædd 13. janúar 1999 og er því 22 ára. Hún hefir sigrað alls 10 sinnum sem atvinnumaður, en þó aldrei á risamóti, þó hún hafi oft verið býsna nálægt því og er besti árangurinn á risamóti 2. sætið á Women´s US Open nú í ár. Til þess að sjá lokastöðuna á NW Wallmart Arkansas Championship SMELLIÐ HÉR:










