Hulda Clara Gestsdóttir, GKG. Mynd: GSÍ
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2021 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Hulda Clara & félagar urðu í 2. sæti á Golfweek Red Sky Classic

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG og félagar hennar í University of Denver tóku þátt í Golfweek Red Sky Classic mótinu.

Mótið fór fram dagana 27.-28. september á Fazio golfvellinum í Red Sky golfklúbbnum í Wolcott, Colorado.

Þátttakendur í mótinu voru 104 frá 20 háskólum.

Hulda Clara varð T-67, lék á samtals 153 höggum (76 77). Hún spilaði með skólaliðinu, sem varð í 2. sæti í mótinu.

Glæsileg byrjun hjá Íslandsmeistaranum okkar, Huldu Clöru

Mótið átti eiginlega að vera 3 daga mót en 3. hringnum var aflýst vegna veðurs.

Sjá má lokastöðuna á Golfweek Red Sky Classic með því að SMELLA HÉR: