Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jessica Wilcox – 29. október 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Jessica Wilcox. Hún er fædd 29. október 1991 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Hún er í Blakeney golfklúbbnum í Englandi og spilaði á LET Access á sama tíma og Valdís Þóra Jónsdóttir. Jessica var ein af fáum starfandi golfkennurum í Miðausturlöndum þ.e. í Arabian Ranches Golf Club í Dubai. Hún er nýbúin að eignast litla dóttur og spilar því hvorki né kennir næstu mánuði.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: James Alexander Barclay, 29. október 1923 – d. 3. desember 2011 (hefði orðið 98 ára); Theodore James (Ted) Schulz, 29. október 1959 (62 ára); Madeline Ziegert, 29. október 1989 (32 ára – sænsk spilar á LET Access); Jessica Wilcox, 29. október 1991 (30 ára) – ensk spilar á LET Access

Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is