Bandaríska háskólagolfið: Sigurður Blumenstein og Dagbjartur Sigurbrands við keppni í Illinois
GR-ingarnir Dagbjartur Sigurbrandsson og Sigurður Bjarki Blumenstein eru við keppni í Sugar Grove, Illinois á Rich Harvest Farms Intercollegiate. Mótið fer fram 2.-4. október 2021 og eru þátttakendur 80 frá 12 háskólum. Eftir fyrstu 2 dagana er Sigurður Bjarki T-9, búinn að spila á samtals 3 undir pari, 141 höggi (70 71). Þetta er 2. mótið sem Sigurður spilar í, í bandaríska háskólagolfinu – hann lék sem einstaklingur í 1. móti sínu, VCU Shootout í Virginíu og náði að verða T-23 með skor upp á samtals 2 undir pari, 214 högg (70-74-70). Dagbjartur er T-24, búinn að spila á samtals 1 yfir pari, 145 höggum (75 69). Fylgjast má með íslensku Lesa meira
LET: Guðrún Brá lauk keppni á Estrella Damm
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK tók þátt í móti vikunnar á LET; Estrella Damm Ladies Open. Mótið fór fram 1. -3. október 2021 í Club de Golf Terramar á Spáni. Guðrún Brá lék á samtals 6 yfir pari, 222 höggum (71 73 78) og varð T-47. Sigurvegari mótsins varð Maja Stark, frá Svíþjóð en hún lék á samtals 8 undir pari, 208 höggum (74 69 65). Sjá má lokastöðuna á Estrella Damm Ladies Open með því að SMELLA HÉR:
Evróputúrinn: Willett sigraði á Alfred Dunhill Championship
Það var Danny Willett, sem sigraði á Alfred Dunhill Championship, sem var mót vikunnar á Evróputúrnum. Mótið fór fram 30. september – 3. október 2021 að venju á 3 völlum þ.e. : Old Course St. Andrews, Carnoustie & Kingsbarns, í Skotlandi. Sigurskor Willett var 18 undir pari, 270 högg (67 69 66 68). Í 2. sæti, 2 höggum á eftir Willet á samtals 16 undir pari, hvor urðu þeir Tyrrell Hatton og Joakim Lagergren. Sjá má lokastöðuna á Alfred Dunhill Championship með því að SMELLA HÉR:
PGA: Sam Burns sigraði á Sanderson Farms
Það var Sam Burns, sem sigraði á Sanderson Farms Championship, sem var mót vikunnar á PGA Tour. Mótið fór fram í Country Club of Jackson, í Jackson, Mississippi, 30. september – 3. október 2021. Sigurskor Burns var 22 undir pari, 266 högg (68 66 65 67). Í 2. sæti urðu þeir Nick Watney og Cameron Young; báðir aðeins 1 höggi á eftir Burns. Fyrir sigurinn hlaut Burns $1,260,000 (u.þ.b. 167 milljónir íslenskra króna). Sam Burns er fæddur 23. júlí 1996 og því 25 ára. Þetta er 2. sigur hans á PGA Tour – sá fyrri kom 2. maí á þessu ári á Valspar Championship. Sjá má eldri kynningu Golf 1 Lesa meira
LPGA: Boutier sigraði á Shoprite LPGA Classic
Það var Solheim Cup kylfingurinn franski Celine Boutier, sem sigraði á Shoprite LPGA Classic mótinu, sem fram fór 1.-3. október 2021 í Galloway, New Jersey. Sigurskor Boutier var 14 undir pari, 199 högg (66 70 63). Fyrir sigurinn hlaut Boutier $262,500 (tæpar 35 milljónir íslenskra króna). Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Celine Boutier með því að SMELLA HÉR: Celine Boutier er fædd 10. nóvember 1993 og því 27 ára. Þetta er 2. sigur Boutier á LPGA, en fyrir á hún einnig 2 sigra á Symetra Tour og 3 sigra á LET. Besti árangur Boutier á risamóti til þessa er T-5 árangur á US Women´s Open árið 2019. Í Lesa meira
Áskorendamótaröð Evrópu: Íslendingarnir úr leik á Swiss Challenge
GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús tóku þátt í Swiss Challenge, sem var mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu og fór fram 30. september – 3. október 2021. Mótsstaður var Golf Saint Apollinaire, Michelbach-Le-Haut, í Frakklandi. Skemmst er frá því að segja að hvorugur þeirra komst gegnum niðurskurð; það þurfti að vera á samtals 4 undir pari eða betra til þess að komast gegnum niðurskurðinn. Guðmundur Ágúst var nálægt því að komast var á samtals 2 undir pari en Haraldur nokkuð langt frá því að ná, á samtals 5 yfir pari. Sigurvegari mótsins varð Daninn Marcus Helligkilde, en hann lék á samtals 25 undir pari 263 höggum (65 67 62 69) – Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ásta Sigurðardóttir 3. október 2021
Afmæliskylfingur dagsins Ásta Sigurðardóttir. Ásta er fædd 3. október 1966 og á því 55 ára afmæli í dag. Ásta er í Golfklúbbi Selfoss (GOS). Hún var formaður GOS 2014 og jafnframt fyrsta konan til að gegna þeirri stöðu. Ásta Sigurðardóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Elsa Þuríður Þórisdóttir, 3. október 1955 (66 ára); 3. október 1955 (66 ára); Fred Couples, 3. október 1959 (62 ára); Jack Wagner, 3. október 1959 (62 ára); Tösku Og Hanskabúðin, 3. október 1961 (60 ára MERKISAFMÆLI!!!); Asta Sigurdardottir, 3. október 1966 (55 ára); Esther Ágústsdóttir, 3. október 1968 (53 ára); Matthew Southgate, 3. október 1988 (33 ára); Lesa meira
Ólafía Þórunn eignaðist strák – Viðtal á CNN
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og sambýlismaður hennar Thomas Bojanowski eignuðust son 29. júní sl. Golf 1 óskar þeim innilega til hamingju með frumburðinn!!! Sá litli hefir fengið nafnið Maron Atlas Thomasson. Það því í nógu að snúast hjá Ólafíu Þórunni utan vallar. CNN var hér á Íslandi á dögunum og tók viðtal við Ólafíu Þórunni, fyrir þátt sinn Living Golf. Sjá má viðtal CNN við Ólafíu Þórunni, með því að SMELLA HÉR Í aðalmyndaglugga: Mæðginin og krúttmolarnir Ólafía Þórunn og Maron Atlas
Golfgrín á laugardegi (40/2021)
Einn á ensku: A Jew, a Catholic and a Mormon are having drinks at the bar after an interfaith convention. The Jew, bragging about his virility said, “I have four sons, one more and I will have a basketball team!” The Catholic pooh-poohs that accomplishment, stating, “That is nothing actually. I have 10 sons, one more and I will have my own football team.” To which the Mormon replies, “You fellas ain’t got a clue. I have 17 wives, one more and I will have a golf course!”
Afmæliskylfingur dagsins: Magnús Lárusson – 2. október 2021
Það er Magnús Lárusson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Magnús er fæddur 2. október 1985 og á því 36 ára afmæli í dag. Magnús er formaður Golfklúbbsins Esju, sem m.a. sigraði í 4. deild karla á Íslandsmóti golfklúbba nú í ár og var Magnús í sigursveitinni. Magnús er einnig klúbbmeistari GJÓ mörg undanfarin ár. Sjá má gamalt viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Magnús Lárusson (35 ára afmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Neumann Cook, f. 2. október 1957 (64 ára); Lesa meira










