Haraldur Franklín Magnús
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2021 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur Franklín T-39 á Opna portúgalska

Tveir íslenskir kylfingar tóku þátt í Open de Portugal at Royal Óbidos, sem var mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu (ens.: Challenge Tour) dagana 23.-26. september sl.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR komst ekki í gegnum niðurskurð og munaði aðeins  1 ergilegu höggi að hann næði.

Haraldur Franklín Magnús, GR náði hins vegar niðurskurði og varð T-39 í mótinu.

Skor Haraldar var samtals 4 undir pari, 284 högg (70 72 75 67) – Eins og sjá má var lokahringurinn sérlega glæsilegur há Haraldi – lék á 5 undir pari og fékk 6 fugla og einn skolla.

Sjá má lokastöðuna á Open de Portugal at Royal Óbidos með því að SMELLA HÉR: